fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Hans mætir allt öðru viðhorfi sem karlmaður heldur en sem kona: „Núna tekur fólk mark á því sem ég segi“

Auður Ösp
Föstudaginn 27. maí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Munurinn er helst sá að fólk hlustar öðruvísi á mig. Þegar ég tala um staðreyndir þá þarf ég ekki lengur að koma með sönnun fyrir því sem ég segi,“ segir Hans Jónsson, transmaður en hann gengdi nafninu Hólmfríður Jónsdóttir áður en hann fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Hann kveðst hafa mætt gjörbreyttu viðhorfi frá fólki eftir að hóf að lifa lífinu sem karlmaður.

„Ef karlmaður segir þetta þá hlýtur það að vera rétt“

Bandaríska tímaritið Times birti nýlega grein blaðakonunnar Charlotte Alter sem undanfarin misseri hefur tekið viðtöl við fjölmarga transmenn og meðal annars rætt við þá um breytingar á hegðun fólks í kringum þá eftir að þeir létu leiðrétta kyn sitt. Í grein sinni nefnir Alter að margir af þeim transmönnum sem hún ræddi við hafi ekki haft hugmynd um þann veruleika sem konur búa við, og þá sérstaklega á vinnumarkaðnum. Eftir að hafa komið út úr skápnum hafi þeir skyndilega upplifað mun meiri völd og virðingu á vinnustaðnum- en jafnframt fengið staðfestingu á forneskjulegum karlrembuviðhorfum.

„Þeir heyrðu karlkyns stjórnendur gera lítið úr kvenkyns vinnufélögum þeirra. Konur sem sóttu um störf í fyrirtækinu voru kallaðar níðrandi nöfnum,“ segir Alter meðal annars í grein sinni og vitnar í einn viðmælanda sinn sem sagði: „Ef ég kem með einhverja fullyrðingu þá er enginn sem efast um það sem ég segi. Það er eins fólk hugsi það þannig að af því að karlmaður haldi þessu fram þá hljóti það að vera rétt.“

Annar viðmælandi Alter segir að þrátt fyrir að hafa starfað í fjölda ára hjá sama fyrirtæki þá hafi það ekki verið fyrr en hann lét leiðrétta kyn sitt að honum var loksins boðin stjórnendastaða. Alter ræðir einnig við transkonuna Joan Roughgarden sem hefur þetta að segja:

„Fólk gerir ósjálfrátt fyrir því að þú sért hæfur í starfi ef þú ert karlmaður, þar til annað kemur í ljós. Ef þú ert kona þá ert gert ráð fyrir að þú sért óhæf þar til annað kemur í ljós.“

Gjörbreytt viðhorf

Hans segir heilmikið til í umræddri grein Alter, og sjálfur tengi hann við margt, en sjálfur lauk hann kynleiðréttingarferli árið 2011. Hann nefnir sem dæmi að þegar hann leit út eins og kona þá hafi hann í ófá skipti lent í því að ókunnugt fólk kæmi upp að honum með athugasemdir varðandi útlit hans. Það gerist hins vegar ekki lengur.

„Fólk leyfir sér að segja miklu meira varðandi útlit þitt ef þú ert kona og kemur með alls kyns gagnrýni og skot. Eins gerist það ekki lengur að ókunnugar konur vindi sér upp að mér og spyrji mig hvar ég hafi fengið þessa flík eða þessa tösku. Það hvernig fólk nálgast mig hefur gerbreyst.“

Hann nefnir einnig sem dæmi að hann hafi talað um nákvæmlega sama hlutinn á nákvæmlega sama hátt, bæði sem karlmaður og sem kona. Sem karlmaður fékk það sem hann sagði mun meira vægi: fólk tók því sem Hólmfríður sagði með ákveðinni léttúð og fyrirvara en þegar Hans sagði það sama gerði fólk ósjálfrátt ráð fyrir því að hann vissi hvað hann var að tala um.

„Sem kona þurfti ég alltaf að vera að sýna fram á að það sem ég sagði væri satt og rétt. Núna tekur fólk mark á því sem ég segi. Það er alveg á hreinu að konur þurfi að hafa miklu meira fyrir því að tekið sé mark á þeim og að þær séu teknar alvarlega.“

Er núna spurður um bíla og tölvur

Áður en Hans gekkst undir kynleiðréttinguna hófu ókunnugir samræður við hann með því að nefna léttvæg málefni á borð við tísku, tónlist eða slúður af Hollywood stjörnum. „Núna gefur fólk sér það hins vegar að ég viti allt um bíla eða tölvur og byrjar samræður gjarnan á því. Eins,þá lenti ég aldrei í því að vera spurður einhverja tæknilegra spurninga áður en ég fór í gegnum leiðréttingarferlið, það er aldrei gert ráð fyrir konur séu eitthvað að pæla í því.“

„Það var ekki fyrr en ég fór að pæla í þessu af viti að ég sá hvernig það er komið öðruvísi fram við karlmenn en konur. Það sem er svolítið merkilegt er að þessi hegðun fólks og þetta „attúd“ var eiginlega fyrir mér áður en ég gekk í gegnum leiðréttingarferlið. Þetta var einnhvern veginn bara sjálfsagður hlutur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“