fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Anja Mist 1 árs hefur sigrað dauðann oftar en einu sinni: „Hún er almesta kraftarverk sem ég hef séð“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 25. maí 2016 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er allt saman ofar mínum skilning. Hún er búin að sigra dauðann oftar en einu sinni og hún er ekki orðin 2 ára,“ segir Guðbjörg Hrefna Árnadóttir en eins árs gömul dóttur hennar, Anja Mist háði harða baráttu fyrir lífi sínu í desember síðastliðnum, og var hún nær dauða en lífi. Ástæðan var lungaháþrýstingur sökum þess að fósturæð hafði opnast í hjartanu, en Anja fæddist fyrir tímann og hefur glímt við veikindi í lungum. Lýsir Guðbjörg upplifuninni af veikindum dóttur sinnar sem „óbærilegri kvöl.“ Síðan þá hefur Anja litla tekið hreint mögnuðum framförum og framtíðin er björt hjá henni og foreldrum hennar.

Pressan greindi frá raunum Önju Mistar í desember síðastliðnum. Er þar haft eftir Guðbjörgu að miðvikudagurinn 16. desember hefði verið sá erfiðasti í hennar lífi. Þennan dag fengu hún og maður hennar að vita að fósturæðin hefði opnast í hjarta dóttur þeirra en út frá því fékk Anja lungaháþrýsting. Í kjölfarið fór Anja í þræðingu til að loka fósturæðinni.

„Anja er svo ofboðslega dugleg og þrátt fyrir allt þetta sem er lagt á hana glittir í smá bros,“ ritaði Guðbjörg einnig á bloggsíðu sem hún hefur haldið úti en þar greinir frá lífi litlu fjölskyldunnar og þær hindranir og framfarir sem Anja Mist hefur gengið í gegnum í veikindum sínum. Næstu daga eftir aðgerðina dvaldi Anja í öndunvarvél. „Ég held enn í vonina og hef ég trú á því að guð gefi henni fullkomið heilbrigði,“ sagði Guðbjörg einnig í bloggfærslu sinni.

„Það er ekkert sem getur sigrað hana“

Framtíðin er björt

„Læknarnir hafa verið bjartsýnir þannig að við erum mjög vongóð um að hún eigi eftir að verða algjörlega heilbrigð. Hún hefur þurft á súrefniskút að halda en hún er ekki búin að þurfa súrefni í allan dag, sem svakalega mikill sigur,“ segir Guðbjörg í samtali við blaðamann, aðspurð um líðan Önju litlu í dag. Í lok febrúar héldu Anja Mist og foreldrar hennar til Fíladelfíu í Bandaríkjunum þar sem Anja gekkst undir rannsóknir á lungadeild Barnaspítalans. Gekkst hún þar undir svokallaða nissen aðgerð þar sem bundið er fyrir opið á milli vélinda og maga og segir Guðbjörg að eftir heim var komið í mars síðastliðnum hafi Anja tekið stöðugum framförum og gífurlegt þroskastökk, en hún greindi einnig frá bataferli Önju á bloggsíðu sinni í dag:

„Anja, hún er bara almesta kraftarverk sem ég hef séð, Það er ekkert sem getur sigrað hana. Ég er bara orðlaus yfir framförum hennar síðan við komum heim! Hún fór úr barni sem við áttum að kveðja því hún átti ekki að lifa vikuna af, í stelpu sem leikur sér á gólfinu, án súrefnis! Ég sit hérna í sófanum og stari á hana, „Bara, hvernig er þetta hægt?“ Þetta er allt saman ofar mínum skilning. Hún er búin að sigra dauðann oftar en einu sinni og hún er ekki orðin 2 ára.“

Guðbjörg segir að lífið sé smám saman að verða eðlilegra og eðlilegra hjá litlu fjölskyldunni og Anja láti súrefniskútinn svo sannarlega ekki stoppa sig. Hún er byrjuð að skilja mikið og tala smá. „Hún er búin að fara út í göngutúra, hitta krakka og leika sér í grasinu, sem hún var reynda skít hrædd við. Ég er alls ekki eins bundin heima því ég get tekið hana með mér ef ég þarf að fara eitthvert.“

Þá segir Guðbjörg einnig að hún hafi vanrækt sjálfa sig eftir að Anja fæddist, og í kjölfarið bætt töluvert á sig,en á því hafi orðið breyting. „Reyndar hef ég ekki þurft að hafa mikið fyrir þyngdinni þegar ég var yngri, ég átti erfitt með að þyngjast svo ég borðaði bara það sem mig langaði. Eftir að Anja fæddist byrjaði ég að þyngjast og það hratt, mér var bara alveg sama. Ég leyfði mér að borða og hreyfa mig ekkert og þar af leiðandi þyngdist ég,“ segir hún en hún hefur nú losað sig við 9 kíló og er stolt af árangrinum. Hún heldur úti snappinu gudbjorghrefna og er öllum velkomið að fylgjast með.

Guðbjörg segir jafnframt að þessi átakanlega reynsla, að horfa upp á barnið sitt glíma við erfið veikindi, hafi breytt sér til hins betra:

„Lífið er gjöf og henni ber að njóta. Morgun dagurinn er ekki lofaður og þú veist ekki hversu mikinn tíma þú átt með fjölskyldu og vinum. Eftir þetta heyri ég í foreldrum mínum daglega sem ég gerði ekki áður, ég reyni að nota allan tíma sem ég hef með Önju og manninum mínum einfaldlega útaf því að ég elska þann tíma og þar líður mér best.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“