fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Fókus

Eiginmaður Celine Dion var aleinn þegar hann lést

Fannst á gólfinu í svefnherberginu sínu

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 24. maí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eignmaður Celine Dion, René Angélil, var aleinn þegar hann lést en hann hafði óskað þess að vera í örmum eiginkonu sinnar á dánarstundinni. Söngdívan greinir frá þessu í opinskáu viðtali.

Þar kemur jafnframt fram að hjúkrunarfræðingur hafi fundið René látinn snemma morguns þann 13. janúar síðastliðinn. Þá lá hann á gólfinu í svefnherbergi sínu en talið er að René hafi fallið á gólfið skömmu áður en hann lést. En líkt og áður hefur komið fram þá var banamein René krabbamein í hálsi.

Kvöldið áður var Celine með tónleika og í stað þess að kíkja inn til hans, kyssa hann á ennið og breiða yfir hann líkt og hún var vön að gera á hverju einasta kvöldi fór hún beint að sofa þessa nótt.

„Ég kom svo seint heim og vildi ekki vekja hann. Hann var búin að ákveða að deyja í örmum mínum. Þess í stað féll hann á gólfið þegar hann var að reyna að reisa sig við og var aleinn þegar hann lést,“ segir Celine í samtali við franska tímaritið Paris Match.

Hún kveðst sömuleiðis hafa verið gagntekin af þessum hugsunum fyrstu dagana. Að auki var hún með miklar áhyggjur af því að hann hafi slasast við fallið og verið þjáður á meðan hann dó.

Læknir staðfesti síðar að René hafi hvorki verið með brákuð né brotin bein og hvergi væri að finna ummerki um blæðingar. Celine segist sjá það núna að það sé gott að hann þurfi ekki að þjást meira. Hún sé þannig búin að sætta sig við að hann sé farinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Júlí sækir ítrekað sendingar fyrir Dísu – „Við þurfum örugglega að fara að hitta einhvern ráðgjafa“

Júlí sækir ítrekað sendingar fyrir Dísu – „Við þurfum örugglega að fara að hitta einhvern ráðgjafa“
Fókus
Í gær

„Það eru ekki aumingjar sem ganga um með hníf. Það eru krakkar sem samfélagið hefur ekki náð að halda utan um“

„Það eru ekki aumingjar sem ganga um með hníf. Það eru krakkar sem samfélagið hefur ekki náð að halda utan um“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona endurstillir þú algrímana á samfélagsmiðlum

Svona endurstillir þú algrímana á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er ekki bara fangelsiskerfið sem er gallað. Það er líka geðheilbrigðiskerfið. Og skólakerfið“

„Það er ekki bara fangelsiskerfið sem er gallað. Það er líka geðheilbrigðiskerfið. Og skólakerfið“