fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Freyja Haralds: „Ég er ekki vonsvikin eða sár út í þriggja ára barn á þríhjóli …“

Börn fá skilaboð um að fatlað fólk sé veikt og þurfi vorkunn – „Ef þetta er veganestið til barna á Íslandi er enn meiri vinna framundan fyrir fatlað fólk í réttindabaráttu“

Auður Ösp
Mánudaginn 23. maí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er vonsvikin út í það að á þremur árum tekst okkur sem samfélagi að kenna barni að allt fatlað fólk sé veikt og því beri að vorkenna,“ segir Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú og varaþingkona í Bjartri framtíð. Hún vekur athygli á þeim skilaboðum sem börn fá um fatlað fólk í formi staðalímynda, til að mynda í barnaefni og bókum og segir þau skilaboð ýta undir vorkunn og gefa fötluðum „aumingastimpill.“ Því sé mikilvægt að foreldrar og kennarar séu upplýstir og kenni börnum að skilja og njóta margbreytileika mannlífsins.

Í opinni færslu á Facebook rifjar Freyja upp atvik sem hún varð fyrir í gærdag þegar hún var að viðra hundinn sinn. Á vegi hennar urðu lítill drengur í kringum þriggja ára aldur, og móðir hans. Freyja segir drenginn hafa orðið hissa þegar hann sá hana og sagt: ,,Sjáðu mamma, æ, hún er veik“.

„Ég er komin of langt í burtu til þess að snúa mér að drengnum til þess að ræða við hann og um leið og ég hugsa hve mikið ég vona að móðirin leiðrétti hann segir hún blíðlega ,,Jaaáá“. ,,Æ, aumingjans…“ segir drengurinn þá og móðirin samsinnir aftur.“

Freyja bendir á að börnum séu stöðugt kynntar staðalímyndir af hinum ýmsu þjóðfélagshópum og menningarheiminum í barnaefni, auglýsingum, tölvuleikjum og skólabókum en þau hafi þó litlar forsendur til þess að gagnrýna þessar staðalímyndir ef þeim er ekki skapaðar aðstæður til þess.

„Það vantar líka fullt af skilaboðum. Sumir þjóðfélagshópar og menningarheimar eru þeim ósýnilegir. Ef við sem höfum mikið vald yfir því hvað börn innbyrða gerum okkur ekki grein fyrir því valdi og förum varlega með það erum við oft að koma eigin fordómum yfir á börn og skapa kjöraðstæður fyrir áframhaldandi misrétti.“

Freyja segir jafnframt að börnin í hennar lífi stimpli hana ekki eða vanmeti sökum fötlunar hennar, heldur líti þau á fötlunina sem styrkleika, og mikilvægan hluta af sjálfsmynd Freyju.

„Þau eru ekki vandræðaleg eða hrædd, til dæmis við að umgangast líkama minn. Þau spyrja ef þau vilja vita eitthvað og virða yfirleitt mörk í því samhengi ef ég set þau. Þau verða reið og hneyksluð ef þau horfa upp á fordóma í minn garð eða verða vitni að misrétti,“ segir Freyja jafnframt.

„Strákurinn á þríhjólinu á skilið að umgangast fatlað fólk í samfélaginu en ekki sjá það einstaka sinnum í gegnum lífið. Hann á skilið að horfa á barnaefni sem birtir fatlað fólk sem manneskjur sem gera alls konar hluti og eru ekki alltaf veikar. Hann á skilið að lesa bækur sem segja honum að hann þarf ekki að vorkenna fötluðu fólki en mun frekar sýna því samstöðu í baráttu sinni fyrir tilvist þess og réttindum. Hann á skilið að eiga nógu upplýsta foreldra og kennara til þess að hjálpa honum að skilja margbreytileika og njóta hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“