fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Fókus

„Suma hluti verður einhver að taka að sér að segja“

Guðrún Veiga snappar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. maí 2016 23:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir lífsstílsbloggari, mannfræðingur og blaðamaður, er einn vinsælasti snappari landsins en rúmlega 10 þúsund manns fylgja henni á samfélagsmiðlinum. Hún er hispurslaus og hlífir engu, síst sjálfri sér.

Þessi vel snyrta og önnum kafna nútímakona gaf sér tíma til að svara nokkrum brennandi spurningum um lífið á snapchat. Gjörið svo vel:

Hverju þakkar þú vinsældir þínar á snapchat?
„Helga í Góu, Kára Stefáns og mínum ástkæra verðandi eiginmanni. Menn sem hafa bæði lagt til hráefni og ótakmarkaðan efnivið þegar kemur að snappinu mínu. En án alls gríns þá átta ég mig illa á hvað dregur fólk að mér. Ég ætla að giska á að það sé sú staðreynd að ég læt flest flakka, en hún gerir það svo sem líka að verkum að ég er alls ekki allra. Sem er reyndar í góðu lagi. Ég hef aldrei skilið fólk sem tekst að láta öllum líka vel við sig. Stundum fer ég reyndar svo langt yfir öll strik að ég ofbýð sjálfri mér og enda á að lemja hausnum í ísskápinn (svona af því ég er aldrei langt frá honum) þegar ég horfi á mitt eigið snapp. En ég meina, suma hluti verður einhver að taka að sér að segja, ekki satt?“

Ertu metnaðarfullur snappari?
„Ég get ekkert neitað því að auðvitað legg ég ákveðinn metnað í snappið mitt, þetta er þó ekki nokkur kvöð á mér og ef mér sýnist svo þá hætti ég þessu alveg einn, tveir og bang. Ég hef virkilega gaman af þessum miðli og finnst einstaklega skemmtilegt að fá viðbrögð frá fólki. Yfir mig rignir myndum af Bingókúlum, Kára Stefáns, rauðvíni og gulum hlutum allan liðlangan daginn og það fær mig svoleiðis til að geisla af gleði. Nema þegar snöpp af hundum og ókunnugum börnum slæðast inn á milli, þá geisla ég aðeins minna.“

Hvað snappar þú aðallega um?
„Mig aðallega. Og það sem mér er hugleikið. Ég held stundum að ég sé uppáhaldsumræðuefnið mitt. Æ, hvern er ég að blekkja – ég er uppáhalds umræðuefnið mitt!“

Hver er fyrirmynd þín í snappi?
„Íslenskir snapparar eru orðnir alveg ótrúlega margir og ég lít upp til margra. Og ætla alls ekki að nefna nein nöfn. Af því að ég vil að öllum líki vel við mig, þú veist. Annars á ég mér margar kvenfyrirmyndir úr heimi grínista, þar fara fremstar í flokki Amy Pohler, Tina Fey, Mindy Kaling og Amy Schumer.“

Hvað er annars á döfinni hjá þér?
„Ég var að koma frá Danmörku og er að reyna að selja alls konar hluti upp í VIsareikninginn. Áður en verðandi eiginmaður minn skilar sér heim af sjó og kemst á snoðir um hann. Það er svona það helsta sem ég er að sýsla við þessa dagana. Ég er með kertastjaka og kaffikönnu til sölu á Bland.is, svona meðal annars. Mér þætti rosalega vænt um ef einhver myndi kaupa það af mér. Ég hugsa að yfirvofandi brúðkaup mitt í ágúst sé í húfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu