fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Fókus

Spádómar um Eurovision

Mikil tilhlökkun – Gotterí og góður félagsskapur í vændum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó svo að Greta okkar Salóme hafi fallið úr keppni á fullkomlega óskiljanlegan hátt síðasta þriðjudag, eru Íslendingar enn spenntir fyrir úrslitum í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer á laugardagskvöldið.

Grillveislur, búningapartí og aðrar samkomur eru löngu orðnar hefð hjá unnendum dægurtónlistar um þetta leyti í maí. DV leitaði til nokkurra Eurovision-spekinga og fékk þá til að svara eftirfarandi spurningum:

  1. Hvaða lagi spáir þú sigri í keppninni á laugardaginn?
  2. Hvað er þitt uppáhaldslag úr keppninni, frá upphafi?
  3. Hvar verður þú á laugardagskvöldið?

Gerður Kristný skáld

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

  1. Ég ætla að halda með Hollendingum í ár. Lagið þeirra er svo ljúft. Þriðjudagskvöldið var býsna skemmtilegt. Hápunkturinn var þegar ísbíllinn hringdi skyndilega fyrir utan húsið mitt í miðri keppni og við synir mínir hlupum öll út á náttfötunum til krækja okkur í ís.

  2. All Kinds of Everything með hinni írsku Dönu verður alltaf Eurovision-lagið mitt. Það er svo fallegt. Síðan vann það líka vorið sem ég kom í heiminn. Á tónhlöðunni minni er ég svo með sænska lagið This Is My Life með Önnu Bergendahl frá árinu 2010. Það er bráðfallegt.

  3. Ég verð heima hjá mér. Við fjölskyldan eigum eftir að horfa á keppnina með öðru auganu, spjalla heilmikið saman um lögin og atriðin og jafnvel borða gotterí.

Brandur Logi Tumason nemandi

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

  1. Ég held að það verði Rússland af því að það er með flott atriði og gott lag. Frakkland er líka mjög gott í ár.

  2. Uppáhalds Eurovision-lagið mitt frá upphafi er Augnablik sem heitir Now á ensku. Alda Dís söng það í keppninni hér heima 2016 og lenti í öðru sæti á eftir Gretu. Ég held líka mikið upp á All Out of Luck með Selmu, en í þessari keppni er það rússneska lagið. Mér finnst það mjög skemmtilegt og flott á sviði.

  3. Ég verð hjá fjölskyldunni minni pabba megin að horfa á Eurovision og kannski kjósa. Ég hlakka mikið til.

Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur

  1. Ég spái Frakklandi sigri, svo held ég reyndar að Brigitte Bardot frá Austurríki verði ansi ofarlega.

  2. Mitt „all time favorite“ Eurovision-lag er klisja frá a-ö. Það er Svíþjóð 1999, Charlotte Nilson. Ég spáði því sigri og Selmu öðru sæti í útvarpsviðtali og var ekki vinsæl fyrir vikið. En það lag hefur allt sem júrópopp ætti að hafa. Tvær upphækkanir, blásturshljóðfæri og bara allan pakkann.

  3. Á laugardaginn verð ég í Kaupmannahöfn á vinnufundi, býst ekki við að sjá mikið af keppninni. En ég fylgist með á Twitter og Facebook.

Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður

Mynd: © 365 ehf / Hanna Andrésdóttir

  1. Ég er ekki búin að gera alveg upp hug minn, er samt búin að sjá flest myndböndin! hahaha. Ég held með Armeníu í augnablikinu, hún er alveg svakaleg söngkonan. Reyndar man ég ekkert hvernig lagið er.

  2. Uppáhaldslögin eru nokkur. Eistland árið 2009, Sebastian Tellier fyrir Frakkland 2008, Cezar fyrir Rúmeníu 2013 eru öll góð í partíið. Spánn í fyrra sló öll met með myndbandinu sínu og á þar með sérstakan stað í mínu „corazon“. Loreen er auðvitað aðaldrottningin líka!

  3. Ég ætla að vera í Kramhúsinu á laugardaginn, maður kemst ekki inn í það partí nema í búningi. Kannski skelli ég mér bara í Loreen-outfittið [Loreen keypti klæðnað eftir Eygló þegar hún heimsótti Ísland um daginn, innsk. blm.]. Ég þarf að finna hárkollu, synd að ég skyldi klippa mig um daginn.

Hallgrímur Óskarsson, verkfræðingur og lagahöfundur

  1. Ég spái því að Svíþjóð sigri með lagið If I Were Sorry. Lagið er bara svo mikið eins og lögin í dag eru, lítið, krúttlegt, einlægt. Stóru lögin með „wall of sound“ eru orðin örlítið þreytt og þess vegna held ég að hinn sænski Frans fari mjög langt. Austurríki og Rússland verða einnig ofarlega.

  2. Uppáhaldslög eru mörg. Af þeim íslensku er það Nína en svo finnst mér serbneska lagið Molitva sem Marija Šerifović flutti 2007 eitt það allra besta í keppninni frá upphafi.

  3. Ég verð heima á laugardaginn með fjölskyldu. Ragnheiður, konan mín, var samt eitthvað að ýja að óvæntum laugardegi þannig að kannski koma nokkrir óvæntir og skemmtilegir gestir í heimsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu