fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Fjárfestir eignast einstakan lúxusbíl

Heiðar Guðjónsson kominn á BMW M4 – Eini bíll sinnar tegundar hér á landi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestirinn og hagfræðingurinn Heiðar Guðjónsson virðist kunna að meta góða og glæsilega sportbíla. Hann var meðal þeirra fyrstu sem eignuðust eintak af hinum eftirsótta rafmagnslúxusbíl Tesla Model S hér á landi þegar hann kom á markað, en slíkur bíll getur kostað 12–15 milljónir króna. Í vikunni eignaðist Heiðar síðan nýjan og jafnvel enn glæsilegri bíl. BMW M4-sportbíl.

Eftir því sem DV kemst næst er um einstakan bíl að ræða þar sem hann er sá eini sinnar tegundar hér á landi. Skráður eigandi bifreiðarinnar er Ursus ehf., eignarhaldsfélag Heiðars, en sjálfur er hann skráður umráðamaður bifreiðarinnar. Þeir sem til þekkja segja að M4-bílar BMW séu með þeim glæsilegri og öflugustu sem völ er á. Herma heimildir DV að bifreið Heiðars sé rúm 420 hestöfl.

Heiðar, sem er einn umsvifamesti fjárfestir á landinu, vildi ekki tjá sig um bílakaupin þegar DV sló á þráðinn til hans til að forvitnast um þennan einstaka bíl. Því liggur ekki fyrir hvort hann hafi losað sig við Tesla-rafbílinn eða hvaða útbúnaði eða eiginlegum nýi bíllinn er gæddur.

Ljóst er að Heiðar, sem er sterkefnaður fjárfestir, getur leyft sér ýmislegt þegar kemur að bílamálum. Heimildir DV herma að nýir BMW M4-bílar geti kostað 17–19 milljónir króna, komnir á götuna. En það veltur allt á því hvernig þeir eru útbúnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Casemiro fer ekki fet
Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu