Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra er um þessar mundir stödd í Boston í Bandaríkjunum og sótti í gær ráðstefnu Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins. Fyrir tilviljun rakst hún þar á nöfnu sínu, Lilju Dögg Jónsdóttur sem búsett hefur verið í borginni síðastliðin þrjú ár. Nafnið er þó ekki það eina sem þær stöllur eiga sameiginlegt.
Greint er frá þessu á Facebook síðu Utanríkiráðuneytisins. Auk nafnsins eiga konurnar þrennt annað sameiginlegt. Báðar eru þær menntaðar í hagfræði og báðar fóru þær til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Auk þess deila þær afmælisdegi, en báðar eru þær fæddar þann 4.október.
Í samtali við RÚV segir Sigrún Helga Lund lektor í tölfræði að hér sé á ferð ansi mikil tilviljun, enda um óvenju margar óháðar tilviljanir að ræða. Nöfnin og menntunin eru tiltölulega óalgeng en ákveðin fylgni kann að vera á milli þess að læra hagfræði og að fara í framhaldsnám í Bandaríkjunum. Þá gerir afmælisdagurinn tilviljunina enn áhugaverðari.