fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Jónína: „Ég skammaðist mín svo mikið að ég fór strax upp úr lauginni grátandi“

„Manneskjur með svona ógeðslega húð ættu ekki að fara í sund“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 11. maí 2016 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Manneskjur með svona ógeðslega húð ættu ekki að fara í sund“ sagði ókunnug kona við hina 17 ára gömlu Jónínu Guðný Jóhannsdóttur þar sem hún var stödd í sundlaug. Jónína segir að þetta sé ekki eina ónærgætna athugasemdin sem hún hefur fengið að heyra varðandi húðslit sem hún ber en slitin eru tilkomin vegna þyngdaraukningar.

Jónína, sem hefur létt sig um 43 kíló á seinustu þremur árum en í samtali við Bleikt nefnir hún dæmi um andstyggilegar og ónærgætnar athugasemdir sem hún hefur fengið að heyra um útlit sitt, jafnvel frá ókunnugu fólki. Þetta er athugasemdir eins og: „Hver dó og gaf þér húðina sína?“ ,„Réðst köttur á þig ?“ og „Hver dó og gaf þér húðina sína?“

Segir hún jafnframt að vegna aðkastsins forðist hún að fara í sund og klæðast stutterma og magabolum. Athugasemd konunnar, sem tjáði henni að manneskjur með „svona ógeðslega húð„ ættu ekki að fara í sund, var þó sú vandræðalegasta og leiðinlegasta af öllum. „Ég skammaðist mín svo mikið að ég fór strax upp úr lauginni grátandi. Ég vildi ekki að fólk myndi horfa á mig,“ segir Jónína jafnframt en hún gerir ekki ráð fyrir að fara í sund á næstunni.

„Ekki dæma fólk á þennan hátt. Þetta fólk hefur ekki hugmynd um það hvað maður er búin að ganga í gegnum andlega og líkamlega. Ég sé bara ekki hvernig fólk getur sagt svona lagað við aðra,“ segir hún síðan um leið og hún kemur sínum skilaboðum áleiðis til kvenna og stúlkna sem eru þjakaðar af óöryggi vegna líkama síns.

„Vertu stolt a þínum líkama og ekki hlusta á það hvað aðrir segja. Vertu þú sjálf á eins frábæran veg og þú sjálf getur. Ég er stolt af mínum líkama. Ég þarf að byggja upp mitt eigið sjálfstraust aftur eftir þetta en það mun koma sá dagur fljótlega sem ég mun fara aftur í sund, í bikini með bros á vör.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“