Eurovisionfarinn Greta Salóme Stefánsdóttir stóð sig frábærlega í Globe höllinni í Stokkhólmi í kvöld. Hún söng lagið Hear Them Calling, við mikinn fögnuð viðstaddra.
Mikil umræða hefur skapast í kvöld, að venju í tengslum við Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva á Twitter undir myllumerkinu #12stig.
Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson sagði laugardagskvöldinu reddað og hann ætli að skella sér í að redda húsnæði fyrir keppnina á næsta ári.
Laugardagskvöldinu reddað. Fer í að redda húsi til að halda þetta næsta ár. #12stig
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 10, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins ákvað að treysta á veðbankana.
Veðbankar segja okkur númer 5 inn í úrslitin. Ég ætla að treysta því og fara að spila almennilega tónlist og skúra gólfið heima. #12stig
— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) May 10, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Stefán Máni sagði þennan riðil vera jafn auðveldan og Latarbæjarhlaupið.
Að komast ekki upp úr þessum riðli er eins og að tapa í Latabæjarhlaupinu. #12stig
— Stefán Máni (@StefnMni) May 10, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Bragi Valdimar hrósaði Gretu Salóme.
Jöss! Greta Salóme hlýtur að vera með mestu hæfileika per fersentimetra í veröldinni eftir að Prince kvaddi. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 10, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Söngkonan Unnur Eggersdóttir sagðist trúa og treysta á Gretu.
Er svo sjúklega meðvirknis-stressuð #ibelieveinyougreta #12stig
— Unnur Eggertsdóttir (@UnnurEggerts) May 10, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Fylgstu með #12stig á Twitter
#12stig Tweets
!function(d,s,id){var js,fjs=d.getElementsByTagName(s)[0],p=/^http:/.test(d.location)?’http’:’https’;if(!d.getElementById(id)){js=d.createElement(s);js.id=id;js.src=p+“://platform.twitter.com/widgets.js“;fjs.parentNode.insertBefore(js,fjs);}}(document,“script“,“twitter-wjs“);