fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

„Greta Salóme hefur þroskast mikið sem persónuleiki og flytjandi“

Kærastinn Elvar Þór er yfirmaður fiðlutöskudeildar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. maí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér eru allir jákvæðir og bara til í þetta!“ segir Elvar Þór Karlsson, einn þeirra sem staddir eru í Stokkhólmi með Gretu okkar Salóme og öðrum Eurovision-förum. Elvar er kærasti Gretu og þetta er í annað sinn sem hann fylgir henni í keppnina. DV sló á þráðinn til hans í gær.

„Hún er einmitt að fara á svið í fyrsta rennsli eftir hálftíma, og í kjölfarið byrjar svo dómararennslið. Það er jafn mikilvægt og morgundagurinn því atkvæði dómaranna gilda til helmings á við atkvæði áhorfenda annað kvöld.“

Elvar segir að atriðið hafi verið fljótt að smella eftir fyrstu æfinguna sem gekk ekki alveg nógu vel. „Fyrsta æfingin er auðvitað hugsuð til að sjá hvernig allt kemur út á sviðinu. Fólk er þá búið að vinna baki brotnu í öllum mögulegum heimshlutum og er að koma saman í fyrsta sinn, svo þá má einmitt gera ráð fyrir hnökrum. Fram að næstu æfingu á eftir var unnið á fullu, og í annað skiptið sem Greta steig á svið var atriðið orðið svona 95 prósent klárt. Síðan þá hefur hópurinn hjálpast að við að slípa atriðið til og núna er þetta komið.“

Ekkert stress

Greta Salóme er alls ekki stressuð, að sögn kærastans, sem annars ber titilinn yfirmaður fiðlutöskudeildar í sendinefndinni. „Það sem hefur komið mér helst á óvart er hversu mikill metnaður og fagmennska einkennir alla vinnu hópsins. Greta hefur þroskast mikið sem persónuleiki og flytjandi síðan hún stóð síðast á Eurovision-sviði, 2012, og veit um hvað þetta snýst. Starfsfólk RÚV er líka búið að fara enn oftar svo reynslan hjá öllum er mikil.“

Forsíðumynd Fréttablaðsins af Gretu þar sem bakhluti hennar var áberandi olli talsverðu fjaðrafoki. Elvar segist nú ekki hafa kippt sér mikið upp við hana. „Ég held að ég vitni í orð pabba hennar Gretu. Hann sendi dóttur sinni skilaboð sem voru á þessa leið: „Skotta mín, Kim Kardashian ætti nú bara að skammast sín“. Þessu var fljótlega slegið upp í húmor hjá okkur þó að við hefðum verið afar undrandi yfir valinu á forsíðumynd.“

Kynntust í boot-camp

En skyldi hinn 25 ára Elvar vera í jafngóðu formi og Greta. „Ég var þjálfarinn hennar í boot-camp og við kynntumst þar svo ég er í ágætis formi sjálfur,“ segir hann og hlær.

Varðandi væntingar um sæti vill Elvar lítið láta hafa eftir sér. „Aðalmálið er að skila atriðinu vel, og koma boðskap þess á framfæri. Við erum lítið að spá í sæti, en auðvitað væri frábært ef Íslendingar hefðu góða ástæðu til að slá upp grillpartíi á laugardaginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“
Fókus
Í gær

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba