fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

9 mánaða sonur Júlíu fékk heilahimnubólgu: Vill vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi bólusetninga

„Hjarðónæmi virkar bara ef allir taka þátt og láta bólusetja börnin sín“

Auður Ösp
Mánudaginn 9. maí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur Júlíu Sjorup Eiríksdóttur var hætt kominn fyrir rúmlega tveimur mánuðum þegar hann fékk heilahimnubólgu í kjölfar eyrnabólgu, þrátt fyrir að hafa verið bólusettur. Í ljós kom að hann myndaði ekki næg mótefni við hinni svokölluðu pneumókokka bakteríu og er hann því einn af þeim börnum sem bóluefnið virkar ekki á. Vil Júlía minna foreldra ungra barna á mikilvægi bólusetninga enda verndi það ekki aðeins þeirra eigin börn fyrir hættulegum sjúkdómum, heldur einnig þau börn sem ekki geta fengið eða tekið við bóluefninu.

5 til 12 prósent barna eru óbólusett

Bólusetningar barna eru ekki skylda hérlendis og er ekki farið fram á að foreldrar leikskóla barna framvísi bólusetningarvottorðum í ísenskum leikskólum. Embætti Landlæknis hefur þó hvatt foreldra eindregið til þess að láta bólusetja börn sín. Fram kom í frétt Morgunblaðsins í mars í fyrra að Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu sæi ekki ástæðu til þess að setja bólusetningu í lög þar sem þáttaka hér á landi væri almennt góð.

Nokkuð hefur færst í aukana undanfarin misseri að íslenskir foreldrar hafni bólusetningum af ótta við þær aukaverkanir sem kunna að fylgja í kjölfarið. Greint var frá því í frétt Vísis í febrúar 2015 að á milli fimm til tólf prósent barna hér á landi væru ekki bólusett en mikilvægi bólusetninga hefur verið ótvírætt. Hefur þannig verið komið í veg fyrir útbreiðslu lífshættulegra farsótta á borð við mislinga, barnaveiki, kíghósta og lömunarveiki. Vísir ræddi einnig við Þórólf Guðnason sem sagði margsannað að afleiðingarnar af sjúkdómunum sem verið væri bólusetja gegn væru margfalt alvarlegri heldur en nokkurn tímann af bólusetningunni. „Vissulega geta sést alvarlegar afleiðingar af bólusetningum en þær eru mjög, mjög sjaldgæfar. Það er kannski einn af fimm hundruð þúsund, einn af milljón jafnvel, sem getur fengið slíkt. Á meðan erum við að sjá að dánartíðni af þessum sjúkdómum er kannski tíu prósent. Það er ólíku saman að jafna.“

Sjokkið var mikið

Júlía birti meðfylgjandi færslu á Facebook síðu sinni á dögunum og veitti hún DV.is góðfúslegt leyfi til að birta frásögnina.

„Þessi glaði og brosmildi strákur er 9 mánaða í dag. Hinrik Sjørup er ósköp venjulegur og heilbrigður strákur sem elskar að borða, dundar sér tímunum saman á leikteppinu, bakkar út um allt og er um þessar mundir að taka sínar fyrstu tvær tennur. Hann er orðinn 8,9 kg og 68,5 cm og fannst fyrsta tönnin hans í fyrradag.

Það sem sést ekki á honum er að fyrir tveim mánuðum varð hann alvarlega veikur og var lagður inn á Barnaspítala hringsins þar sem hann lá nánast sofandi allan sólahringinn í einangrun. Tveim dögum áður hafi hann greinst með heilahimnubólgu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Já þetta var mikið sjokk, við foreldrarnir höfðum verið svo skynsöm og gerðum allt sem skynsamir foreldrar gera. Við sóttum alla þjónustu sem var í boði fyrir okkur, fórum með Hinrik í allar skoðanir í ungbarnaverndina sem hægt var að fara í og létum auðvitað bólusetja hann. Þrátt fyrir þetta fékk Hinrik heilahimnubólgu í kjölfari eyrnabólgu. Þökk sé æðislegu heilbrigðis starfsfólki á SAk greindist heilahimnubólgan þó snemma. Maður gerir sér ekki grein fyrir hversu vel heilbrigðiskerfið virkar þegar kemur að svona litlum börnum, það small allt saman þegar á reyndi og er það kerfinu og öllu þessu frábæra fólki á SAk og Barnaspítala hringsins að þakka að strákurinn okkar er hér í dag, heilbrigður og full frískur.

Eins og gefur að skilja þá hefur hann verið í rannsóknum og fullt af skoðunum eftir veikindin. Ein af þessum rannsóknum fólst í því að skoða ónæmiskerfið hans. Niðurstöður þeirrar rannsóknar var önnur blaut tuska í andlitið. Í ljós kom að ónæmiskerfi Hinriks er frekar veikt og þrátt fyrir bólusetningar myndar hann ekki næg mótefni við pneumokokkum, en það er bakterían sem talið er að olli heilahimnubólgunni. Við vitum að þetta hljómar kannski ekki alvarlega, en að öllu óbreyttu eru öll óbólusett börn í raun hættuleg Hinriki. Hann er eitt af þessum fáu börnum sem bóluefnið virkar ekki á, allavega ekki eins og staðan er í dag. Það er í raun mjög erfið staða, því þetta eykur á vænissýkina sem maður óumflýjanlega fékk í kjölfar veikinda hans.

Hinrik var í auka bólusetningu í gær sem á vonandi að koma ónæmiskerfinu í gang. Það verður áfram fylgst með honum en væntanlega þarf hann að fara í fleiri auka bólusetningar. Við erum heppin að hann er ennþá á brjósti svo að hann fái mótefni frá mér þar sem að ónæmiskerfið hans er almennt frekar veikt. Við vonum innilega að þetta virki en á meðan við enn lifum í óvissu með hvað gerist næst þá þarf Hinrik að treysta á hjarðónæmi til að forðast það að endurtaka þessi veikindi. Hjarðónæmi virkar bara ef allir taka þátt og láta bólusetja börnin sín.

Við vonum að þetta vekji fólk til umhugsunar. Ef engin önnur ástæða er fyrir því að láta bólusetja barnið þitt nema það að þú (sem foreldri) vilt það ekki, þá áttu að bólusetja barnið þitt. Slíkt heldur hjarðónæminu gangandi og verndar börn sem geta ekki fengið bólusetningar vegna veikinda, eða börn eins og Hinrik sem taka ekki við bólusetningunum eins og þau eiga að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna