fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

„Puffin Zombie Apocalypse“

Andri Snær er ánægður með ferðamannastrauminn, en vill breyttar áherslur

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. maí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út fyrir 101

Nú hafa margir sagt að þitt augljósa fylgi sé í 101 Reykjavík og Vesturbænum. Hvernig hefur gengið að ná til fólks utan þess landfræðilega radíuss?

„Ég fæ góðar móttökur úti á landi. Sjálfsmynd mín á heima á Melrakkasléttu og mér er mjög annt um landið okkar. Ég gagnrýndi Alcoa á sínum tíma og sumir töldu að ég væri almennt á móti landsbyggðinni af þeim sökum. Á þeim tíu árum síðan sú umræða stóð sem hæst hefur Lagarfljót nánast dáið og Mývatn er í nauðvörn. Árið 2006 var allt hálendið undir og engum stað átti að eira. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa stigið inn á það svið. Draumurinn um hálendisþjóðgarð er nær okkur núna en fyrir áratug.

Held að það sé samt alveg rétt hjá þér að ég eigi líklegt fylgi í vestari hlutum borgarinnar. Ég á mjög sterka hópa og fólk sem ég hef unnið með og vill treysta mér. Verkefni mitt er að sýna að ég hafi eitthvað upp á að bjóða fyrir aðra, eitthvað sem snertir ekki bara þrönga hagsmuni. Verkið er að tala við sem flesta og koma mínum hugmyndum um embættið á framfæri. Ég er samt fyrst og fremst Árbæingur, fjórða kynslóð, og núna bý ég í Karfavogi og hef aldrei búið í 101. 101 er líka í vörn um þessar mundir. Ef það yrði gerð B-mynd um svæðið mundi hún heita „Puffin Zombie Apocalypse“.“ Þarna vísar forsetaframbjóðandinn Andri að sjálfsögðu til þess að með auknum ferðamannastraumi er miðbærinn að fyllast af túristabúðum, á meðan gamlar rótgrónar sérverslanir hverfa á brott.

Samt er hann mjög jákvæður í garð ferðamannastraumsins. „Í raun er kraftaverk að við séum ekki búin að missa rútu í Reynisfjöru eða horfa upp á 1.000 manna hópmatareitrun. Það er ævintýri líkast hvernig mönnum hefur tekist að flaka allan þennan afla, hversu lítið hefur farið í gúanó í þessu síldarævintýri. Við verðum að stýra straumnum og nýta hann svo þetta styrki þá innviði sem við viljum byggja upp. Fyrirhugað hús íslenskra fræða er til dæmis allt of lítið. Við eigum að hafa metnað til að búa til safn fyrir handritin. Konungsbók Eddukvæða er einn merkilegasti forngripur í Evrópu, frumheimild í norrænni goðafræði, og þennan grip eigum við. Það eru ekki bara fræðimenn sem hafa áhuga á þessu heldur einnig norskir dauðarokkarar og handritahöfundar í Hollywood. Stórvirkið Thor 2 hefði aldrei verið framleitt án Eddukvæðanna, svo ég tali nú ekki um verk Wagners og Tolkiens. Bara goðafræðin kallar á mjög stórt safn og þá erum við ekki farin að tala um konungasögur, Snorra Sturluson, Íslendingasögurnar og Riddarasögurnar. Heimar goðafræðinnar eru svo stórir og við þurfum að gefa þeim meira pláss en þá 350 fermetra sem núverandi áætlun gerir ráð fyrir.

Við þurfum að hlífa náttúrunni og beina fólki á sögustaði sem þola ágang og hreinlega bíða eftir fólki til að taka á móti. Það gæti til dæmis breytt miklu að láta millilandaflug lenda árið um kring á Egilsstöðum eða Akureyri. Landsbyggðin mundi græða helling á því að vera 2 tíma frá Evrópu í stað tveggja daga. Svona þurfum við að styrkja innviði samfélagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir