fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Hanna Björt heiðrar minningu bróður síns á eftirminnilegan hátt

Símon Berg var aðeins 2 ára þegar hann lést

Auður Ösp
Föstudaginn 6. maí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 16 ára gamla Hanna Björt Stefánsdóttir er ung og upprennandi söngkona sem á dögunum ákvað að heiðra minningu bróður síns, Símonar Berg. Fékk hún til liðs við sig hóp hæfileikaríkra tónlistarmanna og var útkoman fallegt lag sem gefið er út á afmælisdegi Símonar.

„Símon var bara tveggja ára þegar hann dó en það var árið 1998,“ segir Hanna í samtali við blaðamann, en sjálf kom hún í heiminn tveimur árum síðar og náði því aldrei að kynnast bróður sínum heitnum. Minningu Símonar hefur ætíð verið haldið hátt á lofi og að sögn Hönnu hafa foreldrar hennar verið dugleg við að segja henni frá bróður hennar sem kvaddi þennan heim svo snögglega. „Þau hafa oft rifja upp skemmtilegar minningar sem þau eiga af honum, og svo eru myndir af honum hér og þar.“

Hún segir mikinn tónlistaráhuga í fjölskyldunni og þá sérstaklega hjá þeim feðginum en sjálf hefur Hanna stundað söngnám og stefnir á taka stigspróf. „Stuttu eftir að bróðir minn dó þá samdi pabbi lag sem fékk svo nafnið Einn þú sérð,“ segir hún. Lagið kom svo út á geisladisknum „Án þín“ nokkrum árum síðar en þá var það „instrumental“ og ekki með neinum texta.Um daginn fann ég síðan texta sem vinur pabba, Hjálmar R. Jónsson hafði samið við lagið,“ segir Hanna jafnframt og bætir við að þá hafði fæðst hugmyndin um að taka lagið upp með textanum og heiðra þannig minningu Símonar en hann hefði orðið tvítugur í dag, þann 6.maí.

Hanna fékk til liðs við sig góðan hóp tónlistarmanna og kveðst afar þakklát öllum þeim sem hjálpuðu til við að láta lagið verða að veruleika. Óskar Einarsson sá um píanóleik og útsetningu, Jóhann Ásmundsson spilaði á bassa og Davíð Sigurgeirsson á gítar. Lagið má nálgast hér fyrir neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=zJJcNxOQKZ8&w=600&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna