fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Prince sagður hafa tekið of stóran skammt nokkrum dögum fyrir andlát sitt

Fannst látinn í gær, 57 ára að aldri

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. apríl 2016 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Prince hlaut meðhöndlun á sjúkrahúsi aðeins sex dögum áður en hann lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Frá þessu greinir TMZ.

TMZ greindi frá því í gær að einkaþota tónlistarmannsins, sem fannst látinn í gær, hefði þurft að lenda skyndilega vegna veikinda hans. Fulltrúar Prince sögðu að hann hefði fengið meðhöndlun vegna „flensueinkenna“ en samkvæmt heimildum TMZ hlaut hann meðhöndlun eftir að hafa tekið of stóran skammt af ópíumlyfjum. Fékk hann sprautu á sjúkrahúsi í Illinois sem notuð er til að vinna gegn eitrunaráhrifum fíkniefna.

Þá segir TMZ frá því að Prince hafi verið ráðlagt að vera á sjúkrahúsinu í að minnsta kosti sólarhring. Fulltrúar hans hafi krafist þess að hann fengið einkaherbergi á umræddu sjúkrahúsi, en þegar læknar tjáðu þeim að þeir gætu ekki orðið við þeirri beiðni yfirgaf Prince sjúkrahúsið.

Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök, en Prince fannst látinn á heimili sínu í gær. Hann var 57 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“