fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Brast í grát á sviðinu: Ótrúlegir hæfileikar – „Þetta var eins og að horfa á Billy Elliot“

Lagður í einelti í skóla

Auður Ösp
Miðvikudaginn 20. apríl 2016 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ungi balletdansari Jack Higgins vann hugi og hjörtu dómara og áhorfenda í áheyrnarprufum fyrir Britain´s Got Talent nú á dögunum. Uppskar hann standandi lófaklapp eftir hafa flutt atriði sitt en það var ekki síður saga hans sem snerti við fólkinu í salnum.

Þessi efnilegi piltur er 14 ára gamall og kemur frá Liverpool. Ljóst er að gífurleg fagnaðarviðbrögð áhorfenda og dómara urðu honum um megn og brotnaði hann hreinlega niður við fagnarlætin. Hann viðurkenndi síðan að hann hafi orðið fyrir miklu aðkasti og stríðni í gegnum tíðina fyrir að hafa áhuga á ballett, þá einkum frá strákunum í skólanum.

„Ég hef verið kallaður ýmsum nöfnum. Ég hef verið lagður í einelti, verið kallaður hommi og sagt að dans sé fyrir stelpur og að ég dansi eins og stelpa,“ sagði hann.

Simon Cowell gaf honum þá gott ráð: „Veistu hvað hrekkjusvínin þola ekki? Þeir þola ekki þegar þú ert að standa þig vel. Ég get séð að þú ert búin að leggja hart að þér og ég óska þér til hamingju.“

David Walliams tók í sama streng. „Þetta var eins og að horfa á Billy Elliot. Þetta hreyfði virkilega við mér. Hver einasta hreyfing fólk í sér merkingu og tilfinningu.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=KALp5_yy8Mg&w=600&h=422]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga varpar ljósi á bætiefnið sem besti kylfingur heims tekur – Mælir sterklega með því sjálf

Ragga varpar ljósi á bætiefnið sem besti kylfingur heims tekur – Mælir sterklega með því sjálf