Tónlistarmaðurinn og lífskúnstnerinn KK fagnaði 60 ára afmæli sínu á dögunum með tónleikum í Eldborg í Hörpu. KK spilaði að sjálfsögðu með úrvalssveit íslenskra tónlistarmanna, meðal annars þeim Magnúsi Eiríkssyni, Jóni Ólafssyni, Ellen Kristjánsdóttur og Eyþóri Gunnarssyni. Ljósmyndari DV rak inn nefið og smellti af nokkrum myndum af þessum miklu hátíðahöldum.
Gleði Jón Ólafsson sveiflar hér vígalegum blómvendi, en hann var að sjálfsögðu hluti af úrvalssveit KK sem spilaði með honum.
Vinátta Magnús Eiríksson lét ekki sitt eftir liggja og steig á svið ásamt KK og Jóni Ólafssyni. KK og Magnús hafa spilað saman um árabil og félagsskapur þeirra hefur gefið af sér mörg falleg lög, plötur og tónleikaferðalög.
Systkini Ellen Kristjánsdóttir var að sjálfsögðu mætt til að fagna með bróður sínum. Úrvalssveit spilaði með KK undir dyggri stjórn Eyþórs Gunnarssonar, eiginmanns Ellenar.