fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Laug því að hann væri á kafi í eiturlyfjum

Einar Mikael þráði stöðugleika þegar hann var unglingur – Foreldrarnir höfðu ekki áhuga á honum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. apríl 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Einar Mikael töframaður hafi ekki mikið kippt sér mikið upp við það framan af að foreldrar hans sinntu honum eftir hentugleika, þá kom að því að hann fékk nóg. Hann fór að þrá stöðugleika og smá ró fyrir sjálfan sig. „Þá var ég í tíunda bekk, að klára grunnskólann. Ég sagði við sjálfan mig að annaðhvort myndi ég enda í einhverju rugli eða ég kæmi mér út úr þessum aðstæðum. Á þeim tíma gátu mamma og pabbi hvorugt haft mig. Þau voru bara ekki í standi til þess. Þau höfðu einfaldlega ekki áhuga. En ég vildi reyna að bjarga mér.“ Og það er óhætt að segja að unglingurinn Einar Mikael hafi gripið til örþrifaráða í þeim tilgangi að bjarga sér. „Ég laug því að skólastjóranum í skólanum sem ég var í að ég væri á kafi í eiturlyfjum, þrátt fyrir að ég hafi aldrei á ævinni neytt eiturlyfja. Ég vildi bara að einhver hlustaði á mig. Og það var gert. Ég var sendur til sálfræðings og ég laug því sama að honum. Ég vonaði að þannig kæmist ég út úr aðstæðunum sem ég var í. Hugsaði með mér að það hlyti að vera eitthvað annað í boði.“

Úr varð að Einar Mikael var sendur á unglingaheimili á Kjalarnesi og hann segir það hafa verið það besta sem kom fyrir hann. „Þar fékk ég þá pásu sem ég þurfti. Ég var hjá yndislegri fjölskyldu og enginn var að dæma mig. Við vorum fjögur þarna en ég skar mig úr því ég var auðvitað ekki vandræðaunglingur. Þetta var æðislegt sex mánaða tímabil úti í sveit þar sem ég fékk að vera ég sjálfur og ég náði aðeins að hugsa. Við náðum líka svo vel saman, ég og Steini, sá sem sá um heimilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hvað er konudagur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“