fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Laug því að hann væri á kafi í eiturlyfjum

Einar Mikael þráði stöðugleika þegar hann var unglingur – Foreldrarnir höfðu ekki áhuga á honum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. apríl 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Einar Mikael töframaður hafi ekki mikið kippt sér mikið upp við það framan af að foreldrar hans sinntu honum eftir hentugleika, þá kom að því að hann fékk nóg. Hann fór að þrá stöðugleika og smá ró fyrir sjálfan sig. „Þá var ég í tíunda bekk, að klára grunnskólann. Ég sagði við sjálfan mig að annaðhvort myndi ég enda í einhverju rugli eða ég kæmi mér út úr þessum aðstæðum. Á þeim tíma gátu mamma og pabbi hvorugt haft mig. Þau voru bara ekki í standi til þess. Þau höfðu einfaldlega ekki áhuga. En ég vildi reyna að bjarga mér.“ Og það er óhætt að segja að unglingurinn Einar Mikael hafi gripið til örþrifaráða í þeim tilgangi að bjarga sér. „Ég laug því að skólastjóranum í skólanum sem ég var í að ég væri á kafi í eiturlyfjum, þrátt fyrir að ég hafi aldrei á ævinni neytt eiturlyfja. Ég vildi bara að einhver hlustaði á mig. Og það var gert. Ég var sendur til sálfræðings og ég laug því sama að honum. Ég vonaði að þannig kæmist ég út úr aðstæðunum sem ég var í. Hugsaði með mér að það hlyti að vera eitthvað annað í boði.“

Úr varð að Einar Mikael var sendur á unglingaheimili á Kjalarnesi og hann segir það hafa verið það besta sem kom fyrir hann. „Þar fékk ég þá pásu sem ég þurfti. Ég var hjá yndislegri fjölskyldu og enginn var að dæma mig. Við vorum fjögur þarna en ég skar mig úr því ég var auðvitað ekki vandræðaunglingur. Þetta var æðislegt sex mánaða tímabil úti í sveit þar sem ég fékk að vera ég sjálfur og ég náði aðeins að hugsa. Við náðum líka svo vel saman, ég og Steini, sá sem sá um heimilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“