„Þegar svona gerist þá deyr maður svolítið að innan – tilfinningalega“
„Þegar svona gerist þá deyr maður svolítið að innan – tilfinningalega,“ segir Einar Mikael Sverrisson töframaður í viðtali í helgarblaði DV.
Einar Mikael Sverrisson töframaður, sem heillað hefur börn og fullorðna síðustu árin með ótrúlegum töfrabrögðum, hyggst nú snúa sér að öðrum verkefnum. Í hans lífi eru alltaf tímamót á sjö ára fresti og nú er komið að einum slíkum.
Einar Mikael glímdi við mikið mótlæti í æsku; fátækt, einelti, misnotkun og fleira.
Mér var nauðgað þegar ég var sjö ára, af nágranna mínum. Það var mjög ógeðslegt,“ segir EInar Mikael meðal annars í viðtalinu. „Hann kallaði mig líka öllum illum nöfnum og hrækti á mig,“ segir Einar Mikael sem á augljóslega erfitt með að rifja atvikið upp í smáatriðum, enda lagði hann sig fram um að gleyma.
„Ég man eftir að hafa hlaupið heim og það blæddi úr mér. Ég sagði mömmu strax frá þessu og hún setti mig í bað og lagði áherslu á að þetta væri ekki mér að kenna. Það er nefnilega algengt að fólk kenni sjálfu sér um í svona aðstæðum,“ segir Einar sem vann sig út úr þessu áfalli.
Í viðtalinu ræðir Einar Mikael þetta og fleira til.