fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Vorkenndi Sigmundi Davíð og leið illa sem Íslendingi

Karl Ágúst Úlfsson setur upp Góða dátann Svejk og fylgdist dolfallinn með Kastljósi síðustu helgi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. apríl 2016 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki sjálfgefið að pari gangi vel að vinna saman en það gengur mjög vel hjá okkur,” segir Karl Ágúst Úlfsson sem ásamt sambýliskonu sinni, Ágústu Skúladóttur, hefur unnið að uppsetningu leikverksins Góði dátinn Svejk sem verður frumsýnt á morgun í Gaflaraleikhúsinu.

Erla Hlynsdóttir ritstýrir bæjarblaðinu Hafnarfjörður&Garðabær
Nýtt bæjarblað Erla Hlynsdóttir ritstýrir bæjarblaðinu Hafnarfjörður&Garðabær

Karli Ágústi er margt til lista lagt, hann hefur til að mynda starfað sem leikari, leikstjóri, rithöfundir, kennari, þýðandi og leikskáld. Í þetta skiptið skrifar hann leikritið og leikur í sýningunni en leikstjórnin er í höndum Ágústu.

„Við erum núna saman nánast allan sólarhringinn sem er bara yndislegt. Stundum erum við enn í vinnunni þegar við erum komin heim því við höldum áfram að fá hugmyndir vegna sýningarinnar. Oft þarf maður á því að halda að henda sér bara í sófann og hugsa ekki meira um það sem gerðist yfir daginn en þetta gengur bara mjög vel,” segir hann.

Karl Ágúst er í viðtali í nýjasta hefti bæjablaðsins Hafnarfjörður/Garðabær sem kemur nú út að nýju eftir nokkurt hlé en ritstjóri er Erla Hlynsdóttir.

Karl Ágúst fer í sýningunni með hlutverk Jaroslav Hasek, höfund sögunnar um Sveijk. Saga Svejk er magslungin og má þar meðal annars finna vísanir sem eiga samhljóm með ástandinu á Íslandi í dag þar sem hver stórfréttin rekur aðra um sviptingar í stjórnmálum og leyndarhyggju ráðamanna.

„Svejk er einfaldur alþýðumaður sem stendur andspænis rotnu kerfi – kerfi sem er heimskt og ómanneskjulegt – en kemst með einlægni sinni og æðruleysi að komast í gegn um allar þessar hremmingar. Við sjáum líka kerfið verður alltaf að einhverju skrímsli,” segir Karl Ágúst.

Hann var einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem sátu límdir við skjáinn þegar Kastljóssþátturinn um skattaskjólin var sýndur um liðna helgi og honum leið vægast sagt mjög illa yfir því sem þar kom fram.

„Mér leið skelfilega, af ýmsum ástæðum. Ég vorkenndi Sigmundi Davíð að vera í þessum aðstæðum en fyrst og fremst leið mér illa sem Íslendingi. Mér finnst hræðilegt að við séum ekki komin lengra í siðrænum efnum en svo að stjórnmálamönnum þyki sjálfsagt að ljúga að þjóðinni svo lengi sem þeir komast upp með það. Mér finnst það bara alveg agalegt. Maður er nú svo einfaldur að á nokkurra ára fresti hef ég haldið að nú hljótum við að fara að taka út einhvern þroska. Við ætluðum að læra þessi ósköp af Hruninu. Við ætluðum að læra þannig að þetta sukk, svínarí og vafasamt siðferði fengi ekki lengur að þrífast á Íslandi en síðan fáum við þetta í andlitið. Hlutirnir hafa síst skánað. Ef menn hafa lært eitthvað þá er það að fela betur skítinn eftir sig heldur en fyrir Hrun. Það er hræðilegt að sitja uppi með það sem Íslendingur að finnast samfélagið sem maður tilheyrir vera handónýtt. Ég er að reyna að vera ekki reiður yfir þessu því það er vont að vera reiður. Það er samt stutt í reiðina. Aðallega er ég samt dapur,” segir hann

Hér má lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Í gær

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings
Fókus
Í gær

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf
Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“