fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Myrti 13 sjúklinga með of stórum skammti

Brotin fóru fram á árunum 2014 og 2015 – Sjúklingarnir voru á aldrinum 66-88 ára

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. apríl 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskur hjúkrunarfræðingur hefur verið ákærður fyrir morð á þrettán sjúklingum. Hjúkrunarfræðingurinn, kona, er sakaður um að hafa gefið banvæna skammta af blóðþynningslyfi á meðan sjúklingarnir voru á gjörgæslu.

Konan sem um ræðir heitir Fausta Bonino, en hún er sögð hafa valdið dauða skjólstæðinga sinna sem voru á aldrinum 61 til 88 ára. Sjúklingarnir dóu á árunum 2014 og 2015, en allir dvöldu þeir á spítalanum í Piombino. Þeir glímdu allir við alvarleg veikindi áður en þeir létust.

Bonino er sökuð um að hafa gefið sjúklingum of stóra lyfjaskammta, ásamt því að hafa gefið lyf án þess að hafa haft til þess leyfi frá öðrum læknum. Hún var ákærð á miðvikudag, en áður hafði umfangsmikil rannsókn farið fram á dauða sjúklinganna. Í ljós kom að Bonino hafði annast þessa sjúklinga á meðan á dvöl þeirra stóð á sjúkrahúsinu.

„Á hryllingsskalanum höfum við náð nýrri hæð af mannlegum hörmungum,“ sagði heilbrigðisráðherrann Beatrice Lorenzin við fjölmiðla eftir að greint var frá málinu.

Mál Bonino svipar til máls Danielu Pggiali, sem áður starfaði sem hjúkrunarkona. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi í mars síðastliðnum fyrir að hafa myrt 38 sjúklinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga varpar ljósi á bætiefnið sem besti kylfingur heims tekur – Mælir sterklega með því sjálf

Ragga varpar ljósi á bætiefnið sem besti kylfingur heims tekur – Mælir sterklega með því sjálf