fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Svipleg dauðsföll stjarnanna

Sumir deyja með voveiflegri hætti en aðrir – Ekki eru öll kurl komin til grafar í sumum málum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. mars 2016 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll dauðsföll eru vissulega sorgleg og svipleg dauðsföll vekja stundum athygli fjölmiðla. Svipleg dauðsföll þekktra einstaklinga eru þar að sjálfsögðu í sérflokki, enda þá ekki bara vinir og ættingjar sem syrgja, heldur einnig aðdáendur. Þá koma gjarnan fram ýmsar getgátur og samsæriskenningar um hvernig dauðsfall viðkomandi bar að og þær kenningar lifa oft góðu lífi meðal manna þrátt fyrir að rétt dánarorsök hafi verið kunngjörð.

Málið enduropnað

Leikkonan Natalie Wood drukknaði þann 29. nóvember 1981 eftir að hafa fallið af snekkjunni Splendour þar sem hún hafði verið að skemmta sér ásamt eiginmanni sínum Robert Wagner, leikaranum Christoper Walken og fleirum. Dánarorsökin var skráð sem drukknun vegna slyss á sínum tíma en lögregluyfirvöld opnuðu málið aftur árið 2011 og var þá dánarorsökin skráð sem drukknun og aðrir þættir. Réttarmeinafræðingar munu hafa skoðað krufningarskýrslur Wood aftur og þá séð að mælingar á þvagi í þvagblöðru hennar hafi bent til þess að hún hafi verið meðvitundarlaus þegar hún lenti í vatninu. Það bendir til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað varðandi dauða hennar.

Fjölskylduharmleikur

Dauði tónlistarmannsins Marvins Gaye var skelfilegur fjölskylduharmleikur. Eftir að hafa glímt við vímuefnafíkn um árabil flutti Gaye heim til foreldra sinna, en sú ákvörðun átti eftir að draga dilk á eftir sér. Þann 1. apríl árið 1984 lenti hann í deilum við föður sinn út af reikningi frá skattinum. Það kom til handalögmála á milli feðganna sem enduðu þannig að faðir hans greip byssu og skaut son sinn þrisvar í brjóstið með byssu sem hann hafði gefið honum. Faðirinn fullyrti fyrir dómi að um sjálfsvörn hefði verið að ræða en hann var að lokum dæmdur fyrir manndráp.

Banvæn blanda

Leikkonan Brittany Murphy lést á heimili sínu aðeins 32 ára, þann 20. desember árið 2009. Nokkrir samverkandi þættir eru taldir hafa dregið Murphy til dauða; lungnabólga, blóðleysi og banvæn blanda af lyfjum til meðhöndla öndunarfærasjúkdóma. Þegar eiginmaður Murphy lést af svipuðum orsökum aðeins fimm mánuðum síðar krafðist móðir hennar þess að heimili þeirra hjóna yrði rannsakað og leitað að myglu. Hún var sannfærð um að mygla væri orsakavaldurinn. En það fannst hvorki mygla á heimilinu né í líkömum þeirra við krufningu. Þó er talið að slæmur aðbúnaður á heimili þeirra hafi átt sinn þátt í veikindunum sem hrjáðu þau bæði.

Krufningarskýrslan innsigluð

Eftir að hafa misnotað lyf í fjölda ára fannst söngvarinn Elvis Presley meðvitundarlaus á baðherberginu á Graceland-setrinu þann 16. ágúst 1977. Farið var með hann á spítala þar sem hann var úrskurðaður látinn. Margir telja þó að hann hafi þegar verið látinn þegar hann fannst. Opinber dánarorsök Presleys er hjartastopp af völdum hjartsláttartruflana. Faðir hans, Vernon Presley, lét hins vegar innsigla krufningarskýrsluna þar til árið 2027, eða í 50 ár. Talið er nokkuð líklegt að kokteill af lyfseðilsskyldum lyfjum hafi valdið hinum óreglulega hjartslætti sem varð til þess að hjarta Elviss stoppaði.

Lést samstundis

Ofurhuginn og krókódílafangarinn Steve Irwin beið bana þann 4. september árið 2006 þar sem hann var við tökur á heimildamynd við norðurströnd Ástralíu. Stingskata stakk hann beint í hjartastað en þær ráðast mjög sjaldan á fólk og og árásirnar eru sjaldan banvænar. Læknar telja að Irwin hafi látist samstundis bæði vegna þess hve oddurinn var beittur og eitrunaráhrifin mikil.

Stakk sér til sunds

Söngvarinn Jeff Buckley og hljómsveit hans gerðu hlé á upptökum þann 29. maí 1997 og settust við Missisippi-ána til að slaka á og hlusta á útvarpið og Buckley ákvað skyndilega að fá sér sundsprett í öllum fötunum. Félagar hans vöruðu hann við því að þetta gæti verið hættulegt en hann hlustaði ekki á þá. Þegar bátur sigldi framhjá forðuðu félagarnir sér lengra upp á bakkann til að útvarpið sem þeir voru með blotnaði ekki, en á sama tíma misstu þeir sjónar á Buckley. Þrátt fyrir að lögregla og leitarflokkar væru kallaðir fljótt til fannst lík hans ekki fyrr en 4. júní. Það fundust hvorki leifar af lyfjum né áfengi í líkama Buckleys og dánarorsökin var skráð drukknun vegna slyss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2