fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Ásdís Rán orðin þyrluflugmaður

Hefur lagt hart að sér síðustu mánuði – Draumurinn hefur ræst

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. mars 2016 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og ­athafnakonan Ásdís Rán ­Gunnarsdóttir er komin með þyrluflugmannspróf, en hún greindi frá tíðindunum á Facbook-síðu sinni fyrir páska. Hún hóf námið í ágúst síðastliðnum í Búkarest í Rúmeníu eftir að hafa látið sig dreyma um flugmannsréttindi í tíu ár.

Á bloggsíðu sinni segist hún hafa ferðast á milli Búlgaríu, þar sem hún er ­búsett, Rúmeníu og Íslands síðustu mánuði til að sinna náminu. Hún lærði á þyrlu af gerðinni Robinson 22. „Ég verð að segja að þetta er erfiðasta markmið sem ég hef sett mér í lífinu. Þetta hefur kostað blóð, svita og tár síðustu mánuði og nú er ég svo nálægt því að ná markmiðinu,“ skrifaði Ásdís á bloggsíðu sína ­fyrir nokkrum vikum. „Ég vonast til að geta hvatt aðrar konur til að eltast við drauma sína og sýnt þeim fram á að ekkert er ómögulegt,“ skrifaði hún jafnframt.

Ásdís, sem hefur verið dugleg að birta myndir af sér í þyrlunni, greinir svo frá því á Facebook-síðu sinni að hún stefni nú á að hefja þjálfun á þyrlu af gerðinni As350 turbine í Svíþjóð í apríl. Þá þakkar hún fyrrverandi eiginmanni sínum Garðari Gunnlaugssyni, fjölskyldu hans og vinkonu sinni fyrir að hafa gert sér kleift að láta þennan draum sinn rætast.

Það er fyrir löngu orðið ljóst að Ásdísi er margt til lista lagt og hún kallar ekki allt ömmu sína. Síðustu mánuði hefur hún líka verið að læra að læra að skjóta af ­byssu og ætti hún að vera orðin nokkuð vel sett með þessa fjölbreyttu kunnáttu sína og þekkingu. n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Í gær

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó