fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Sara Lind: „Pabbi hringdi nánast um leið og dómur féll“

„Alltaf sagt að menn eru saklausir uns sekt sannast“ – Fagnar sýknudómi yfir föður sínum Annþóri Kristjáni Karlssyni

Auður Ösp
Mánudaginn 28. mars 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk hefur tekið að sér að vera dómarar götunnar og sagt ljóta hluti við mig um pabba minn hvað varðar þetta mál. Ég vona að þetta muni breyta því,“ segir Sara Lind Annþórsdóttir sem á dögunum steig fram í ítarlegu viðtali við DV
þar sem hún sagði frá reynslu sinni af því að vera dóttir Annþórs Kristjáns Karlssonar og þeim fordómum og neikvæða umtali sem hún hefur sætt sökum þess hver faðir hennar er. „Ég er bæði að gjalda fyrir það sem hann hefur gert og líka það sem er ekki víst að hann hafi gert. Fólk má hafa í huga að hver og einn er saklaus uns sekt sannast,“ sagði Sara á einum stað í viðtalinu og bætti jafnframt við að aðkastið hefði aukist verulega eftir að umrætt mál kom upp. Faðir hennar, og Börkur Birgisson voru í síðustu viku sýknaðir af ákæru um að orðið valdur að dauða samfanga síns á Litla Hrauni og segir Sara að dómurinn sé mikill léttir, enda hafi hún ávallt trúað á sakleysi föður sins.

Í samtali við DV.is segist Sara vona að dómurinn sem féll á miðvikudag muni lækka í gagnrýnisröddunum og fá þá sem hafa verið með hótanir og slúðursögur í hennar garð til að hugsa sig tvisvar um.

„Ég hef alltaf sagt að menn séu saklausir uns sekt sannast og ég vona að fólk sjái það núna,“ segir hún en bætir við að hún hafi þó ávallt lagt áherslu á að tjá sig sem minnst um málið þegar fólk minntist á það við hana.

„Ég lét vissulega fólk vita að ég tryði á sakleysi pabba míns en mér fannst ekki rétt að ég væri of mikið að tjá mig um þetta. Þegar þetta mál kom fyrst í fjölmiðla voru rosalega margir að tjá sig á netinu og á kommentakerfunum og sögðu þá til dæmis að það kæmi þeim sko ekkert á óvart að pabbi minn hefði átt þátt í þessu. Fólk var bara búið að ákveða að hann hefði gert þetta. En svo, þegar meira fór að koma í ljós varðandi þetta mál þá er eins og mörgum hafi snúist hugur.“

„Þetta var ofboðslega mikill léttir fyrir mig, og bara okkur öll í fjölskyldunni. Pabbi hringdi í mig nánast um leið og dómurinn féll, og við vorum bæði í algjöru spennufalli. Auðvitað vonaði ég það besta en ég þorði ekki að gera mér of miklar vonir. Ég var auðvitað hrædd við að hann yrði dæmdur, bara fyrir það hver hann er, sama hvort hann hefði gert það eða ekki.“

Sara segir að eftir að saga hennar komst í fjölmiðla hafi viðbrögðin svo sannarlega ekki látið á sér standa, og nær undantekningarlaust hafi þau verið góð. „Ég er búin að fá endalaust af facebook skilaboðum og vinabeiðnum. Bæði fólk sem ég þekki og fólk sem ég þekki ekki hefur haft samband við mig. Það gekk ókunnug manneskja upp að mér úti á götu, bara til að knúsa mig og önnur stelpa sem á einnig föður sem er þekktur glæpamaður hafði samband við mig til að þakka mér fyrir. Ég hef líka fengið skilaboð frá nokkrum einstaklingum sem voru með mér í grunnskóla þar sem þau hafa beðið mig afsökunar á hegðun sinni. Fólk hefur sagt við mig að það hafi séð viðtalið og ekki viljað trúa að það hafi gleypt við öllum ljótu sögunum sem hafa verið sagðar um mig.“

Hún kveðst afar sátt við það að hafa stigið fram við sögu sína. „Það var gott að stíga fram á mínum eigin forsendum og geta gefið fólki rétta mynd af mér. Nú veit fólk hver ég er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Í gær

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó