fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Adele sögð ætla að taka sér fimm ára frí frá tónlist

Vill einbeita sér að syninum

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 26. mars 2016 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fögnuðu margir endurkomu bresku tónlistarkonunnar Adele fram á sjónarsviðið á síðasta ári. Lítið hafði heyrst af Adele í þónokkurn tíma, eða síðan hún eignaðist son sinn, Angelo, fyrir um þremur árum.

Ný plata með Adele leit dagsins ljós í nóvember og er söngkonan nú á tónleikaferðalagi. Aðdáendur Adele munu þó væntanlega þurfa að bíða lengi eftir nýrri plötu ef marka má heimildarmann breska slúðurblaðsins The Sun. Heldur blaðið því fram að þegar tónleikaferðalagi Adele lýkur síðar á árinu muni tónlistarkonan taka sér fimm ára hlé frá tónlist.

„Hún hefur sagt nánum vinum sínum að hún ætli sér að stíga út úr sviðsljósinu næstu fimm árin áður en hún vindur sér í að gera nýja plötu. Hún er enn móðir ungs barns og vill ekki missa af neinu í uppvexti sonar síns,“ segir heimildarmaður blaðsins.

Þessi tíðindi koma ekki endilega á óvart enda hefur Adele aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið og viljað halda sínu einkalífi fyrir sig. Sem fyrr segir kom nýjasta plata hennar út í nóvember í fyrra en þar áður gaf hún út plötu í janúar 2011. Liðu því tæp fimm ár á milli platnanna. Fyrsta plata Adele leit hins vegar dagsins ljós árið 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum