fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Þórhallur: „Mér leið eins og ég hefði myrt þrjár manneskjur“

Notaði dóp til að bæla einkenni kvíða – Horfði upp á gamla neyslufélaga enda í fangelsi

Auður Ösp
Föstudaginn 25. mars 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég taldi mér trú um að ég væri ekki í neyslu, ég væri bara að fikta. Þetta var auðvitað bara afneitun,“ segir Þórhallur Þórhallsson uppistandari sem hefur frá barnsaldri þjáðst af kvíðaröskun en hann hikar ekki við að gera grín að fylgifiskum kvíðans þegar hann fer með gamanmál. Hann segir fólk þakklátt fyrir hreinskilnina enda geti það sjálft samsvarað sig við það sem hann er að ganga í gegnum.

Þórhallur, sem er sonur hins landsþekkta skemmtikrafts Ladda, er í viðtali við Páskablað DV þar sem hann segir meðal annars frá því hvernig vanlíðan tengd kvíðaröskuninni leiddi hann út í fíkniefnaneyslu. Dópið átti að vera deyfilyf fyrir kvíðann en hafði í raun þveröfug áhrif.

„Á þessum tíma var rútínan þannig að um helgar tók maður inn efni og allt var æðislegt og frábært og ég var kóngurinn – enda ekki að ástæðulausu að það er talað um alsælu. Síðan vaknaði ég á mánudegi og þá var lífið búið. Mér leið eins og ég hefði myrt þrjár manneskjur og vanlíðanin var ólýsanleg.“

Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hnífstunga í partýi varð til þess að hann sneri við blaðinu og sá á hvaða braut hann var kominn. Hann þurfti hins vegar að horfa upp á neyslufélaga sína enda á götunni eða innan fangelsismúranna auk þess sem nokkrir féllu fyrir eigin hendi. „Mér tókst að hætta sjálfur og ég tek því ekki sem gefnu. Ef ég hefði haldið neyslunni áfram vil ég ekki vita hvar ég hefði endað.“

Viðtalið við Þórhall má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“
Fókus
Í gær

Sagði Kanye West hafa sent sér hugskeyti og sagt henni að stela bílnum

Sagði Kanye West hafa sent sér hugskeyti og sagt henni að stela bílnum
Fókus
Í gær

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað
Fókus
Í gær

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamaður fann kassa af myndum frá Íslandi á sjötta áratugnum – Sýna Ísland í skemmtilegu ljósi

Bandaríkjamaður fann kassa af myndum frá Íslandi á sjötta áratugnum – Sýna Ísland í skemmtilegu ljósi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brad Pitt og kærastan stíga fram í sviðsljósið

Brad Pitt og kærastan stíga fram í sviðsljósið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrafn greinir frá „hræðilegu blæti“ – Elskar tuðið í hverfishópum á Facebook

Hrafn greinir frá „hræðilegu blæti“ – Elskar tuðið í hverfishópum á Facebook
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar