Þrír hafa nú þegar látið lífið – Lögreglan óttast að átökin stigmagnist
Karlmaður á sextugsaldri var skotinn til bana í Ratoath sem staðsett er í norðurhluta Dublin á Írlandi í dag.
Heimildir Sky fréttastofunnar herma að fórnarlambið hafi verið náinn vinur Gerry Hutch, sem stjórnar öðru af tveimur stórum glæpagengjum í undirheimum Dublin.
Núningurinn á milli glæpaklíkanna hefur viðgengist í nokkurn tíma. Nú þegar hafa þrír týnt lífi og lögreglan óttast að átökin munu stigmagnast.
Lögreglumenn hafa hækkað viðbúnaðarstig sitt, eftir skotárás sem átti sér stað á hóteli í Dublin í síðasta mánuði. Að þeirri árás stóðu fimm manns, en þrír þeirra voru klæddir í einkennisklæðnað bresku sérsveitarinnar. Mennirnir brutust inn á hótelið með AK-47 riffla. Einn maður lést og fleiri særðust.
Gerry Hutch og Christy Kinahan eru stór nöfn í undirheimum Írlands og tengdust böndum hér á árum áður.
Hutch er grunaður um að vera höfuðpaurinn á bak við tvö stærstu vopnuðu rán í sögu Írlands. Kinahan sem nú er búsettur á Costa del Sol, hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot og vopnaburð á Írlandi, í Belgíu og í Hollandi.
Hutch hefur sakað Kinahan um að hafa drepið frænda sinn sem fannst skotinn á Spáni. Skotárásin var tengd hefnd og fórnarlambið, David Byrne var náinn vinur Kinahan.
Eddie Hutch, bróðir Gerry og frændi fyrsta fórnarlambsins var sá þriðji til að deyja í ákveðinnni hringrás sem komin var af stað, þar sem nokkrar manneskju létust með stuttu millibili á saknæman hátt.
Lögreglan rannsakar nú morðið sem framið var í Ratoath.