fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Skotinn til bana af glæpagengi

Þrír hafa nú þegar látið lífið – Lögreglan óttast að átökin stigmagnist

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. mars 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á sextugsaldri var skotinn til bana í Ratoath sem staðsett er í norðurhluta Dublin á Írlandi í dag.
Heimildir Sky fréttastofunnar herma að fórnarlambið hafi verið náinn vinur Gerry Hutch, sem stjórnar öðru af tveimur stórum glæpagengjum í undirheimum Dublin.

Núningurinn á milli glæpaklíkanna hefur viðgengist í nokkurn tíma. Nú þegar hafa þrír týnt lífi og lögreglan óttast að átökin munu stigmagnast.

Lögreglumenn hafa hækkað viðbúnaðarstig sitt, eftir skotárás sem átti sér stað á hóteli í Dublin í síðasta mánuði. Að þeirri árás stóðu fimm manns, en þrír þeirra voru klæddir í einkennisklæðnað bresku sérsveitarinnar. Mennirnir brutust inn á hótelið með AK-47 riffla. Einn maður lést og fleiri særðust.

Gerry Hutch og Christy Kinahan eru stór nöfn í undirheimum Írlands og tengdust böndum hér á árum áður.

Hutch er grunaður um að vera höfuðpaurinn á bak við tvö stærstu vopnuðu rán í sögu Írlands. Kinahan sem nú er búsettur á Costa del Sol, hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot og vopnaburð á Írlandi, í Belgíu og í Hollandi.

Hutch hefur sakað Kinahan um að hafa drepið frænda sinn sem fannst skotinn á Spáni. Skotárásin var tengd hefnd og fórnarlambið, David Byrne var náinn vinur Kinahan.

Eddie Hutch, bróðir Gerry og frændi fyrsta fórnarlambsins var sá þriðji til að deyja í ákveðinnni hringrás sem komin var af stað, þar sem nokkrar manneskju létust með stuttu millibili á saknæman hátt.

Lögreglan rannsakar nú morðið sem framið var í Ratoath.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“