fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Frans páfi kominn á Instagram

Með yfir 500 þúsund fylgjendur á nokkrum klukkustundum – „Ég er að hefja nýtt ferðalag“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. mars 2016 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi er kominn með sinn eigin aðgang á Instagram. Aðgangurinn varð virkur í morgun og hefur páfi þegar birt tvær myndir á samfélagsmiðlinum.

Frans páfi tilkynnti síðastliðinn fimmtudag að hann myndi stofna aðgang á Instagram og að hann yrði gerður virkur í dag. Nú, þegar aðeins nokkrar klukkustundir eru síðan Frans gerðist notandi, hefur yfir hálf milljón manns byrjað að fylgja honum á Instagram.

Instgram er þó ekki eini samfélagsmiðilinn sem Frans páfi notar. Hann er til að mynda öflugur á Twitter, þar sem hann er með hátt í 9 milljónir fylgjenda. Frans birti færslu á Twitter fyrr í dag þar sem hann tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri kominn á Instagram.

„Ég er að hefja nýtt ferðalag, á Instagram, þar sem ég geng með ykkur á Guðs vegum,“ sagði Frans á Twitter.

//platform.twitter.com/widgets.js

Notendanafn Frans páfa á Instagram er „Franciscus.“ Hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem hann er búinn að birta.

A photo posted by Pope Francis (@franciscus) on

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu
Fókus
Í gær

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið