fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Stefanía opnar sig um fátækt: „Ritzkex, það er svolítið sorglegur kvöldmatur“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 18. mars 2016 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sem krakki tekur þú þetta inn á þig. Það er eitthvað sem börn gera. Það er það fyrsta sem þau hugsa, hvað hef ég gert. En ef ég borðaði ekki svona mikið. En ef ég æfði ekki íþróttir. Þá væri mamma með meira á milli handanna. Mig langaði að æfa á hljóðfæri en ég sagði við mömmu, ég skal borga þetta og ég var níu ára,“ segir Stefanía María Arnardóttir í myndskeiði sem birt á vef Fréttatímans. Í einlægu viðtali við Fréttatímann um fátækt segir Stefanía frá heilsubrest sem hún hefur glímt við vegna fátæktar og heilsubrests í æsku. Stefanía segir að hún hafi verið vanrækt af foreldrum sínum. „Foreldrar mínir eru gott fólk en ég vissi alltaf að mamma væri eitthvað öðruvísi og ég væri eitthvað öðruvísi. Hvort það voru veikindin eða fátæktin gat ég ekki greint.

Stefanía segir að lífið hafi verið yfirþyrmandi og engir fastir matmálstímar. Hún hafi séð um sig sjálf frá unga aldri.

„Maður reddaði sér sjálfur. Ritzkex, það er svolítið sorglegur kvöldmatur. Við komum aldrei saman sem fjölskylda,“ segir Stefanía og bætir við að fjölskyldan hafi aldrei borðað saman. Hún hafi þrifið íbúðina hátt og lágt og reynt að fela ástandið á heimilinu. Þá hafi hún neitað sér um allar tómstundir eða boðist til að borga þær sjálf þó hún hafi aðeins verið barn að aldri. Á unglingsaldri byrjaði hún að upplifa mikla verki og átti í erfiðleikum með svefn. Skólagangan gekk illa. Þá gekk hún í notuðum fötum. Vegna næringarskorts glímdi hún við stöðuga verki. Hún glímir í dag við vefjagigt og er óvinnufær. En líkt og kemur fram í Fréttatímanum er talið að sterk tengsl séu á milli langvarandi andlegs álags og vefjagigtar.

Stefanía segir ósanngjarnt að glíma við fátækt sem getur haft áhrif langt fram eftir aldri. Hún hafi til dæmis mætt fordómum í skóla og verið gagnrýnt af skólayfirvöldum vegna mætingar og verið greint frá því að móðir hennar gæti endað á bak við lás og slá ef hún skrópaði.

„Þetta er ekki sanngjarnt því það er gert ráð fyrir að maður hafi allan þennan stuðning. Maður sé kominn af millistéttarfjölskyldu og sé ekki að mæta að því maður nennir ekki, því að mamma og pabbi vilja að maður sé í menntaskóla. En það var aldrei þannig.“

Á unglingsaldri, í menntaskóla, hlaut Stefanía stuðning frá Reykjavíkurborg. Þá varð mikill viðsnúningur á viðhorfi hennar til skólans. Hún mætti reglulega og í stað þess að vera vikið úr áföngum fékk hún átta og níu í einkunn. „Ég þurfti bara tækifæri,“ segir Stefanía og á öðrum stað í myndskeiðinu segir hún:

„Það er alltaf einhver rödd inni í mér sem segir: Þú skiptir ekki máli. Þú ert ekki á jöfnum stalli. Þú ert minna virði því að þú ert á þessum stað í þjóðfélaginu. Þetta er eitthvað sem er lært því ég fæddist ákveðin. Ég var óhrædd við að tala. Ég var ákveðið barn. Svo á einhvern hátt molnar maður niður og maður finnur að þessi persónuleiki kemur aftur upp. Minn eðlislægi persónuleiki. Það er svo mikið að bæla mann niður og auðvitað tekur maður þátt í að bæla sig niður og trúa þessari vitleysu.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni og hér fyrir neðan má sjá myndbandsviðtal við Stefaníu.

[vimeo 159345878 w=500 h=281]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna