Hollywood-stjörnurnar eru ekki bara frægar og fallegar – Sumar sprenglærðar
Margir ímynda sér eflaust að líf Hollywood-stjarna snúist eingöngu um að vera frægur og fallegur, en sú er svo sannarlega ekki raunin. Að minnsta kosti ekki hvað sumar varðar. Við erum að tala um stjörnurnar sem eru fluggáfaðar og jafnvel með fleiri en eina háskólagráðu frá virtum skólum. Það eru ekki allir sem leika það eftir.
Leikkonan er sögð vera með greindarvísitöluna 140, sem er töluvert yfir meðallagi, og hún hefur nýtt gáfur sínar vel. Portman er með sálfræðigráðu frá Harvard og hefur fengið greinar eftir sig birtar í vísindatímaritum. Hún lét hafa það eftir sér í viðtali við New York Post eitt sinn að hún vildi frekar vera klár en kvikmyndastjarna.
Hasarmyndaleikarinn er með hvorki meira né minna 160 í greindarvísitölu, sem gerir hann eiginlega að snillingi. Lundgren er með gráðu í efnaverkfræði frá hvort tveggja Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi og University of Sidney. Þá fékk hann Fulbright-námsstyrk til að fara í MIT.
X-Files-stjarnan er með greindarvísitöluna 147 og skartar tveimur háskólagráðum í ensku, frá Princeton og Yale, en sú síðarnefnda er meistaragráða. Hann hætti hins vegar í doktorsnámi árið 1987 þegar honum bauðst auglýsingasamningur sem fól í sér að auglýsa bjór.
Big Bang Theory-leikkonan er með greindarvísitöluna 150 og hvorki meira né minna en doktorsgráðu í taugavísindum. Hún er sérhæfð í áráttu- og þráhyggjuhegðun hjá unglingum. Þá talar hún fimm tungumál, eins og drekka vatn.
Þessi hæfileikaríka leikkona sem hefur fengið flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í sögunni er með greindarvísitöluna 143. Eins og það sé ekki nóg þá er hún líka með meistaragráðu frá Yale School of Drama.