fbpx
Þriðjudagur 03.september 2024
Fókus

Úr óperu yfir í þungarokk: Ótrúlegur gullhnappur í Got Talent

Magnaður flutningur tryllti áhorfendur og dómara á Spáni – Dómari dansaði upp á borði og rakst óvart í rauða hnappinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. mars 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 37 ára Cristina Ramos tók nýverið þátt í áhorfendaprufu fyrir spænsku útgáfu sjónvarpsþáttarins Got Talent. Ramos fletti þar saman tveimur lögum frá ansi ólíkum tónlistarstefnum og gjörsamlega tryllti bæði áhorfendur og dómara með frábærri framstöðu.

Ramos mætti í síðum svörtum kjól og kynnti sig fyrir dómnefndinni, eins og hefð er fyrir í keppninni. Því næst byrjaði hún að syngja óperulag og gerði það listilega vel. Miðað við svipbrigði dómaranna féll fallegur söngur hennar vel í kramið hjá þeim flestum og héldu þeir að þarna væri komin stórgóð óperusöngkona í keppina.

Í miðjum flutningi hennar byrjuðu svo skyndilega aðrir tónar að heyrast. Ramos skipti þá algjörlega um gír, reif af sér kjólinn og byrjaði að syngja þungarokkslagið Highway To Hell, með áströlsku hljómsveitinni AC/DC.

Bæði dómarar og áhorfendur vissu hreinlega ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga þegar að kraftmikil rokksöngrödd Ramos braust út. Á nokkrum sekúndum voru bókstaflega allir í salnum staðnir upp og hrifning viðstaddra leyndi sér ekki.

Í æsingnum rakst einn dómari óvart í rauða stopphnappinn, þegar hann dansaði upp á borði við flutning Ramos af rokklaginu. Á endanum sló svo annar dómari á gullhnappinn og sendi Ramos beint í undanúrslit keppninnar.

Hér má sjá magnað atriði Ramos.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=l3Yf_ErkN_s?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dásamlegur krílagalli fyrir veturinn

Dásamlegur krílagalli fyrir veturinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi flutti skuldum vafinn til Miami en sneri blaðinu við með dugnaði og elju – Efnaðist á fasteignum og rekur öflugt fyrirtæki ytra

Bragi flutti skuldum vafinn til Miami en sneri blaðinu við með dugnaði og elju – Efnaðist á fasteignum og rekur öflugt fyrirtæki ytra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Á írska að vera opinbert tungumál á Íslandi?

Á írska að vera opinbert tungumál á Íslandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“

Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“