fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Benjamín léttist um 59 kíló: „Vil verða jafn flottur og Ívar Guðmunds þegar ég verð fertugur“

Benjamín Þórðarson ákvað að nú væri nóg komið – Tók sig rækilega á og sér ekki eftir því

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. mars 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamín Þórðarson er 38 ára gamall fjölskyldufaðir sem ákvað um mitt ár 2012 að nú væri nóg komið. Hann ákvað að létta sig enda orðinn 195 kíló að þyngd. Benjamín sagði sögu sína í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun.

„Já, þetta var orðið þannig að maður gerði ekkert í sínu lífi, ekki fyrr en maður áttaði sig á því að annaðhvort að gera þetta núna, eða gera þetta aldrei,“ segir Benjamín.

Stóri dagur Benjamíns var 15. júlí 2013. Það er dagurinn þegar hann hætti að borða sælgæti, en hann hætti síðan að borða allt sætabrauð og gos í mars 2014. Í samtali við blaðamann DV segist Benjamín hafa verið byrjaður að hreyfa sig og gera eitthvað í sínum málum fyrir þann dag. Að sögn Benjamíns segist hann vera í góðum málum í dag og það sem hafi hjálpað honum er reynsla hans af íþróttum frá því á árum áður, en hann æfði frjálsar íþróttir og knattspyrnu þegar hann var yngri.

Fyrst um sinn fór Benjamín í sund og synti þrisvar til fjórum sinnum í viku. Í dag fer Benjamín átta sinnum í viku í ræktina.

Á þessum árum sem liðin eru hefur Benjamín lést talsvert auk þess sem líkamlegt þrek er orðið miklu betra en það var. Í dag er hann 136 kíló og getur keypt föt í venjulegum búðum, en áður fyrr þurfti hann að kaupa föt í yfirstærð. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Brennslunnar, spurði Benjamín að því hvort hann hefði einhverntímann þurft að kaupa sér tvö sæti í flugvél, en Benjamín segir það ekki hafa gengið svo langt.

Að sögn Benjamíns er lykill að velgengninni að fara og spjalla við einhvern um hvað það er sem þú viljir gera, hafa góðan stuðning frá fjölskyldu og vinum og að drekka vatn.

Að lokum segist Benjamín fara einn í ræktina þar sem hann hlustar alltaf á íslenskt rapp, en þessa dagana er Herra Hnetusmjör í miklu uppáhaldi. Markmið Benjamíns er að komast í sitt besta form fyrir jól, og verða jafn flottur og Ívar Guðmunds þegar hann verður fertugur. „Vil verða jafn flottur og Ívar Guðmunds þegar ég verð fertugur,“ sagði Benjamín í Brennslunni í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar