fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Signý missti allt: Úr 300 fermetra glæsihöll í sófann hjá frænku – Brotnaði saman í viðtali

Skilnaður og skipsbrot

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 11. mars 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Signý Björk Ólafsdóttir er 46 ára fimm barna móðir sem hefur misst allt á nokkrum árum. Hún tók þátt í góðærinu og byggði sér 300 fermetra glæsihöll í Grafarvogi. Síðustu átta mánuði hefur hún gist á bedda hjá frænku sinni eftir að hafa orðið gjaldþrota árið 2010. Signý sagði sögu sína í Fréttatímanum en myndbandsviðtal má sjá fyrir neðan. Þar brotnar Signý saman þegar hún greinir frá erfiðum augnablikum í lífi sínu.

„Við fórum alla leið í 2007 vitleysunni, byggðum 300 fermetra hús á Landsímalóðinni í Grafarvogi með hjólhýsi fyrir utan og sjónvarp í hverju herbergi.“

Þremur árum síðar var Signý og eiginmaður hennar gjaldþrota. Í kjölfarið ákváðu þau að skilja. Signý var með níu bílalán á bakinu sem voru tilkomin vegna fyrirtækis þeirra hjóna.

Í myndbandsviðtalinu sem sjá má fyrir neðan segir Signý:

„Þessi skilnaður var rosalegt skipsbrot og breyttist rosaleg mikið í lífi mínu. Það er rosa skrítið að vera fertug og eiga ekki kúst. Eiga ekki eldhúsborð. Eiga ekki glös. Þá fór ég að vinna í heimaþjónustunni í Hátúni og var að þjóna líka.“

Tvö barna þeirra voru flutt að heiman en hin þrjú fluttu til Signýjar. Fljótlega eftir það fékk Signý taugaáfall og hætti að vinna.

„Þú getur ímyndað þér hvað launin mín lækkuðu við að hætta í tveimur vinnum og fara á endurhæfingarlífeyri. Ég fór út úr íbúðinni í sófann hjá frænku. Það var í júlí í fyrra. Börnin mín eiga ekki sömu möguleika og önnur börn vegna þess að ég á ekki fokkans pening,“ segir Signý og brotnar saman en heldur áfram:

„Þetta er svo hallærislegt … Það er mjög erfitt að vita að börnin manns eiga ekki pening eða stað til að búa á vegna þess að ég get ekki stutt þau á neinn hátt. Það er mjög kjánalegt. Það er ekki eins og ég sé að eyða í eitthvað. Ég er búin að vera bíllaus í þrjú ár. Það er krúttað vegna þess að ég ætlaði aldrei í strætó. En ég á ekki peninga fyrir grænakortinu.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_US/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Í Fréttatímanum á morgun verður haldið áfram að fjalla um fátækt.

Posted by Fréttatíminn on Thursday, March 10, 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar