fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Jóhanna veiktist af óþekktum sjúkdómi: „Var sparkandi og berjandi höndunum af fullu afli án þess að hafa neina stjórn á því“

Allt breyttist þegar hún tók lífstílinn í gegn

Auður Ösp
Miðvikudaginn 9. mars 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er foreldrum mínum og fjölskyldu rosalega þakklát fyrir að standa þétt við bakið á mér í gegnum allt saman, og gera enn í dag,“ segir Jóhanna Kristín Bárðardóttir sem byrjaði einn daginn að fá skjálfta í höfuðið, þá 18 ára gömul Misjafnlega langt leið á milli kasta þar til hún var 24 gömul. „Þá fer ég að fá skjálftan oftar og í lengri tíma í senn og ég verð alveg óvinnufær, sem var erfitt að sætta sig við.“

Frásögn Jóhönnu birtist á vefsíðu Motivation „Ég var mikið veik með þessu og á miklum lyfjum, alltaf að prófa ný lyf og gekk mjög illa að finna réttu lyfin þar sem læknar vissu ekkert hvað væri að mér,“ rifjar hún upp og bætir við að 27 ára gömul hafi hún byrjað að fá krampa og var „sparkandi og berjandi hönudum af fullu afli án þess að hafa neina stjórn á því.“

Jóhanna greindist einnig með sjálfsofnæmisjúkdóm ári síðar sem leiddi til þess að hún var taka allt að 40 töflur á dag. Hún fór hægt og rólega að breyta um lífsstíl en hún hafði meðal annars bætt á sig rúmlega 20 kílóum vegna veikindanna. Einnig fékk hún ný lyf sem virkuðu betur. Sjúkdómur hennar kemur þó í köstum svo að hún var ekki laus við veikindin.

Hún lýsir því hvernig breyttur lífstíll minnkuðu veikindi hennar til muna. „Um árið 2011 byrja ég að hreyfa mig meira og fer að stunda hlaup. Ég setti mér það markmið að taka þátt í 10 km Reykjavíkurmaraþoni. Það tókst mér til mikillar ánægju 2013. Ég fann strax að eftir því sem ég varð líkamlega sterkari fór ég að verða mun sjaldnar veik og betur undirbúin til að takast á við sjúkdómin þegar hann réðst á mig.“

Jóhanna byrjaði einnig að sækja tíma hjá einkaþjálfara og gerði það gæfumuninn. Líðan hennar og lífsgæði í dag eru gjörbreytt frá því sem áður var. Vill hún meina að það eigi hún hollum lífstíl og hreyfingu að þakka. „Í dag er ég 38 ára gömul og vinn 30 prósent vinnu í beitningu. Ég er langt frá því að vera laus við veikindi enn það er mjög langt síðan mér hefur liðið eins vel og í dag.“

Hér má lesa frásögn Jóhönnu í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna