Keppendur allir ánægður með árangurinn – „Mér líður ofboðslega vel og er rosalega glaður“
Ný stikla af næsta þætti af Biggest Loser Ísland, sem sýnir keppendur í verslunarleiðangri, hefur verið birt. Þar er fylgst með keppendum þar sem þeir máta ný föt eftir að hafa verið sjö vikur í átakinu á Ásbrú.
Sigurbjörn Gunnarsson, einn af keppendunum, segir meðal annars frá því hvernig hann geti nú verslað boli í búðum, en áður þurfti hann að láta sérpanta þá frá útlöndum.
„Þarna gat ég bara valið úr hillunni hvað bol ég vildi og þeir pössuðu,“ segir Sigurbjörn glaður í bragði.
Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan hafa allir keppendur lagt töluvert af og komnir í mun minni fastastærðir en þeir voru áður en þeir tóku þátt í keppninni.
„Mér finnst ofboðslega gaman að máta föt. Ég var mjög ánægður með hvað ég væri búinn að minnka mikið,“ segir Halldór Ólafsson, keppandi í Biggest Loser Ísland, og bætir við:
„Mér líður ofboðslega vel og er rosalega glaður.“
Hér má sjá myndbandið af verslunarferðinni.