fbpx
Þriðjudagur 03.september 2024
Fókus

Sambönd stjarnanna: Vissir þú að þau væru saman?

Sambönd sem flestir hafa gleymt eða aldrei heyrt af – Han Solo og Ally McBeal eru hjón – James Bond verið giftur síðan 2011

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. mars 2016 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt allra vinsælasta umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim eru sambönd fræga fólksins. Þar getur veður skipast fljótt í lofti og erfitt getur reynst að vera með puttann á púlsinum.

Hér að neðan er listi yfir sambönd frægra para sem margir vita ekki um eða hafa einfaldlega gleymst, þar sem lítið er fjallað um samböndin í fjölmiðlum.

Fremur lítið hefur farið fyrir sambandi leikkonunnar Islu Fisher og grínistans Sacha Baron Cohen, sem er leikið hefur marga eftirminnilega karaktera líkt og Borat, Brüno og Ali G. Þau Fisher og Cohen kynntust árið 2002 og giftust árið 2010. Saman eiga þau tvær dætur og sú þriðja á leiðinni.

Jason Sudeikis, sem leikið hefur í myndum á borð við We are the Millers og Horrible Bosses, og Olivia Wilde, sem lék meðal annars í Cowboys & Aliens og Rush, hafa verið í sambandi frá árinu 2011 og eiga þau son saman.

Sjónvarpsstjörnurnar Adam Brody, sem margir kannast við úr þáttunum The O.C. og Leighton Meester, sem var í einu af aðalhlutverkunum í þáttum Gossip Girl, hafa verið gift síðan í febrúar árið 2014.

Vissir þú að þau væru hjón?
Chris Pratt og Anna Faris. Vissir þú að þau væru hjón?

Leikarinn Chris Pratt, sem lék meðal annars í Jurassic World og Guardians of the Galaxy, og leikkonan Anna Faris, lék eftirminnilega í Scary Movie myndunum, hafa verið hjón síðan árið 2009 og eiga þau eitt barn saman.

Rachel Weisz, sem margir muna eflaust eftir úr Mummy-myndunum, og Daniel Craig, sjálfur James Bond, hafa verið gift síðan árið 2011.

Calista Flockhart, sem flestir þekkja sem Ally McBeal, er gift Harrison Ford, sem bæði hefur leikið Indiana Jones og Han Solo. Ofurparið gekk í það heilaga árið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dásamlegur krílagalli fyrir veturinn

Dásamlegur krílagalli fyrir veturinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi flutti skuldum vafinn til Miami en sneri blaðinu við með dugnaði og elju – Efnaðist á fasteignum og rekur öflugt fyrirtæki ytra

Bragi flutti skuldum vafinn til Miami en sneri blaðinu við með dugnaði og elju – Efnaðist á fasteignum og rekur öflugt fyrirtæki ytra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Á írska að vera opinbert tungumál á Íslandi?

Á írska að vera opinbert tungumál á Íslandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“

Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“