Spyr hvort að orð hennar séu mistúlkuð því hún er femínisti eða rauðhærð – „Hvers vegna grípa ungir karlar til ofbeldis í glötuðum aðstæðum á fylleríi“
María Lilja Þrastardóttir fer afar ófögrum orðum um tónlistarmanninn Gauta Þey Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, í opinni færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni fyrir skemmstu. Þar greinir María meðal annars frá ryskingum á milli Gauta og kærasta hennar, Orra Páls Dýrasonar.
„Orri var fullur dólgur, hann var kýldur. Emmsjé kýldi hann og er því hálfviti og mætti éta pent upp úr rassgatinu á sér fyrir það,“ segir María í færslunni.
Með færslunni birti María frétt Vísis. Sú frétt fjallaði um aðra færslu sem María birti í dag og fjallaði hún að hluta um atvikið á milli Orra og Gauta. Þar segir María meðal annars að líkamlegt ofbeldi sé stórt vandamál í menningarheimi karla og skrifar: (feðraveldið?).
Frétt Vísis, sem María deildi, ber yfirskriftina „Skrifar barsmíðar sem kærastinn varð fyrir á reikning feðraveldisins.“ Í nýju færslunni tekur María sérstaklega fram að hún hafi sett þau orð í sviga og með spurningarmerki. Hún segist hafa skrifað fyrri færsluna því hún hafi séð tækifæri til að opna umræðu um hvers vegna karlmenn kjósi að meiða hvorn annan.
„Hvers vegna grípa ungir karlar til ofbeldis í glötuðum aðstæðum á fylleríi? [Ég veit það ekki]. En má fokking ræða það án þess að allir „jafnréttissinnar“ landsins standi upp á afturfæturna og spangóli eitthvað misgáfulegt um femínista?,“ segir María Lilja í seinni færslunni og spyr hvort að orð hennar séu mistúlkuð vegna þess að hún sé femínisti, rauðhærð eða hvort tveggja.
DV fjallaði um mál Orra og Gauta í gær. Þar kom fram að til ryskinga hafi komið á milli Orra, sem er trommari Sigur Rósar, og Emmsjé Gauta í gleðskap sem átti sér stað eftir að Edduverðlaunahátíðinni lauk síðastliðið sunnudagskvöld.
Sjá einnig: Stjörnur slógust eftir Edduna: Emmsjé Gauti og Orri í Sigur Rós í ryskingum
Þar kom fram að Gauti hefði kýlt Orra í andlitið en Orri sagðist ekki bera neina gremju til Gauta vegna málsins.
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));
Í alvöru, you cant win er það? Er það afþví ég er rauðhærð eða femínisti, hvorutveggja hugsanlega?Lang flestir sem verð…
Posted by María Lilja Þrastardóttir on 4. mars 2016