Kærastinn sagði fyrst „kannski seinna“ – Sagði já eftir að Adele þrýsti á hann
Breska tónlistarkonan Adele hélt í gær tónleika í Belfast, á Norður Írlandi. Í gær var eins og flestir vita hlaupársdagur og samkvæmt hefðinni mega þá konur biðja um hönd karla.
Adele spurði áhorfendur hvort að einhvern kona í salnum vildi halda í hefðina og fara á skeljarnar á sviðinu. Eftir mikil fagnaðarlæti steig svo ein kona fram og var henni hleypt upp á svið til að ræða við söngkonuna.
Adele spjallaði í stutta stund við konuna og komst að því að hún hefði þegar beðið um hönd kærasta síns fyrr um daginn. Adele spurði þá konuna hvað kærastinn hefði sagt þegar hún bað hans.
Í ljós kom að svar kærastans hafði verið:
„Kannski seinna.“
Kærasti konunnar var einnig í salnum og beindust öll augu að honum. Adele sagði að svar hans væri lélegt og að hann yrði koma með almennilegt svar. Adele fékk svo allan salinn til að hvetja kærastann til að segja já við bónorðinu.
Svo virðist að hópþrýstingurinn hafi virkað því kærastinn gaf merki um hann að svar hans væri já, við mikinn fögnuð viðstaddra.
Hér má sjá myndband af atvikinu.