fbpx
Þriðjudagur 03.september 2024
Fókus

Þess vegna vill Elton John ekkert með mömmu sína hafa

Samband þeirra hefur verið stormasamt á undanförnum árum

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2016 07:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Elton John hefur blásið á þær sögusagnir að gróið sé um heilt milli hans og móður hans. Mæðginin hafa verið ósátt í nokkur ár og segir Elton að þó hann hugsi um móður sína og sjái henni fyrir nauðsynjum vilji hann að öðru leyti ekkert með hana hafa.

Ósætti kom upp á milli þeirra árið 2008 sem rekja má til annars ósættis milli Eltons og tveggja fjölskylduvina, Bob Halley og John Reid. Elton vildi að móðir sín myndi sýna honum stuðning á þá leið að hún myndi klippa á öll samskipti við Bob og John. Þegar móðir hans, Sheila Farebrother, neitaði því vatt ósættið upp á sig.

Sheila hélt upp á 90 ára afmæli sitt á síðasta ári og fékk hún svokallað tribute-band sem spilar lög Elton John til að spila fyrir gesti afmælisins. Í janúar var greint frá því að Elton hefði greitt fyrir mjaðmaaðgerð fyrir móður sína sem þótti gefa til kynna að samband þeirra væri orðið betra. Þá viðurkenndi Elton að hafa sent móður sinni blóm í tilefni afmælis hennar. En því fer fjarri að Elton hafi tekið móður sína í sátt.

Í viðtali við Rolling Stone-tímaritið segir Elton John að móðir hans hafi sært hann mikið á undanförnum árum. Vísar hann í viðtal við móður hans í fyrra þar sem hún sagðist ekkert hafa talað við hann síðan hann giftst „fíflinu“ David Furnish. „Það var erfitt að taka þessu. Ég hata ekki móður mína. Ég sé um hana en ég vil samt ekki að hún sé hluti af lífi mínu.“

Elton segir þó að þau talist nú við og það sé ákveðin framför frá því sem áður var. Í viðtalinu tjáir Elton sig einnig um stormasamt samband sitt við föður sinn sem lést árið 1991. „Ég var hræddur við föður minn og reyndi ítrekað að standa mig vel fyrir hann. Það er langt síðan hann lést en ég er samt ennþá að reyna að sanna mig fyrir honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt