fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Ágústa Eva ósátt hjá Gísla Marteini: Ofbauð dónaskapur Reykjavíkurdætra – Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um

„Okkur Eyvöru fannst okkur nauðgað í beinni útsendingu,“ segir Ágústa Eva

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2016 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk út úr þættinum Vikan með Gísla Marteini í gærkvöldi. Ofbauð henni dónaleg framkoma rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra sem kom fram í lok þáttarins. Venjan er að tónlistaratriði slái botninn í þáttinn og á því var engin undantekning í gærkvöldi.

Óhætt er að segja að sviðsframkoma Reykjavíkurdætra hafi vakið athygli, en í laginu Ógeðsleg voru þær klæddar í sjúkrahússklæðnað og var ein þeirra með gervilim. Þær voru býsna fjörugar, fóru um settið og sungu í kringum aðra gesti þáttarins sem voru auk Ágústu Evu þau Eyvör Pálsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Sólmundur Hólm Sólmundarson.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Óvirðing við alla, segir Ágústa

Í miðju atriðinu stóð Ágústa Eva upp og yfirgaf settið, en hún staðfesti á Snapchat að hún hefði labbað út. Í viðtali við Nútímann segir Ágústa Eva að hún hafi ekki samþykkt að taka þátt í svona gjörningi.

„Okkur Eyvöru fannst okkur nauðgað í beinni útsendingu; fara úr að neðan, syngjandi: „Tottaðu á mer snípinn“, lappdans með strap-on og kastandi fötum í hausinn á manni. Ekki beint atriði sem maður er tilbúinn að taka þátt í í fjölskylduþætti,“ segir hún. „Ég samþykkti ekki að taka þátt í svona gjörningi. Þetta var bara massaóvirðing við alla — í setti og líka þau sem sátu heima,“ sagði Ágústa sem velti fyrir sér hvort hópur af körlum hefði komist upp með það sama.

„Hvað ef hópur manna hefði troðist inn í settið með gervisköp, skakandi sér á viðmælendum og stjórnandanum, berir að neðan, segjandi fólki að totta á sér kónginn. Fáránlegt að það hafi ekki verið tekið úr sambandi og settar auglýsingar.“

Skammast sín

Ágústa Eva bætti svo um betur á Facebook-síðu sinni þar sem hún gagnrýndi Reykjavíkurdætur og RÚV harðlega. „Fyndið að gefa þjóðfélagshóp alla þolinmæði og tolerans í heimi fyrir dónaskap og ósmekklegheit bara afþví að þær eru kvk og feministar. Þvílíka drullu og yfirgang og ósmekklegheit hef ég aldrei áður orðið vitni af. Skamm RUV og stelpur fyrir að koma með þetta rusl í fjölskyldudagskrá á ríkissjónvarpi. Oft hef ég fengið kjánahroll en aldrei skammast min jafn mikið og nú. Hlustar td einhver á lagatexta nú til dags? Skora á ykkur að lesa þennan texta. ‪#‎fail‬ ‪#‎ömurð‬,“ segir hún.

Hér má sjá atriðið í þættinum, en Ágústa Eva gengur út þegar 3 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af atriðinu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=prts2wLP6B8&w=560&h=315]

Og umræðan á Twitter var að venju fjörug…


!function(d,s,id){var js,fjs=d.getElementsByTagName(s)[0],p=/^http:/.test(d.location)?’http’:’https’;if(!d.getElementById(id)){js=d.createElement(s);js.id=id;js.src=p+“://platform.twitter.com/widgets.js“;fjs.parentNode.insertBefore(js,fjs);}}(document,“script“,“twitter-wjs“);

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2