„Eru menn að sjúga helíum þarna í beinni útsendingu?“
Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur undir nafninu Rikki G., missti röddina um stund þegar hann lýsti leik Arsenal og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.
Eftir um hálftíma leik var engu líkara en einhver allt annar væri mættur í settið að lýsa leiknum, en Ríkharð útskýrði þetta stuttu síðar og sagðist hafa fengið loftbólu í hálsinn. Hægt er að sjá myndbandið hér að neðan.
Ríkharð hefur vakið athygli fyrir fjörugar lýsingar sínar eins og DV.is hefur greint frá hér og hér.
Já ég meina, sú loftbóla ? #fotboltinet @RikkiGje pic.twitter.com/XWbKf5pmZU
— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) February 23, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Skítt með þennan leik, ég vil fá loftbólu atriðið með @RikkiGje frá upphafi til enda inná veraldavefinn. #loftbólan #fotboltinet
— Arnar Páll (@arnar9) February 23, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Haha @RikkiGje hva eru menn að sjúga helíum þarna í beinni útsendingu, hvað var að frétta með röddina þarna áðan..? #CL365 #fotbotinet
— Jóhann D Bianco (@JohannDBianco) February 23, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Shit þessi rödd hjá Rikka G! Annaðhvort var þetta loftbóla eða hann er að keyra í sig helíum þarna í stúdíóinu! #cl365
— Sindri Ólafsson (@SindriOlafsson) February 23, 2016