Sjónvarpsþáttaserían Ófærð sem Ríkisútvarpið hefur sýnt í vetur fangaði athygli þjóðarinnar og var áhorfið gríðarlegt. Tvöfaldur lokaþáttur var sýndur á sunnudag þar sem hulunni var svipt af hinum kaldrifjaða morðingja sem hélt íbúum í heljargreipum. Þættirnir hafa verið seldir víða um heim og vakið mikla athygli í Bretlandi og Frakklandi.
Þorfinnur Ómarsson deildi stuttu broti af lokaþættinum á Facebook sem hann tók upp þegar þátturinn var sýndur í gærkvöldi. Segir Þorfinnur að um 3,7 milljónir manna hafi horft á lokaþáttinn en þá er aðeins verið að tala um hefðbundið áhorf í sjónvarpi.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=2ZMwy0SkCrY&w=640&h=360]