Góðir gestir mættu við opnun á myndlistarsýningu Steingríms Eyfjörð í Gallery Gamma. Sýningin nefnist Guli eyrnalokkurinn og þar sýnir listamaðurinn nýleg verk.
Listamaðurinn og tónlistarkonan Steinunn Eldflaug sá um líflegan tónlistarflutning sem féll gestum vel í geð. Vel fór á með henni og Steingrími Eyfjörð.
Málin rædd Ari Alexander og Sigurjón Sighvatsson tóku tal saman.
Listunnendur stilla sér upp Sverrir Kristjánsson fasteignasali og Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, voru meðal gesta.