Tók þátt í Ungfrú Ísland síðasta haust – Tveir aðgangar verið stofnaðir – Hyggst kæra viðkomandi – Telur að um Facebook-vin sé að ræða
Telma Fanney Magnúsdóttir, sem tók þátt í Ungfrú Ísland síðasta haust, segist vera orðin þreytt á því að myndir af henni séu notað á stefnumótasíðunni Einkamál.is án hennar samþykki eða vitundar. Telma segist vita af tveimur tilfellum, þar sem mynd af henni er notuð og hyggst hún kæra viðkomandi aðila vegna málsins.
Telma greindi fyrst frá málinu á Facebook-síðu sinni síðastliðinn föstudag. Þar birti hún hún skjáskot af umræddum aðgöngum. Telma sagði í samtali við DV að henni hafi verið bent á fyrri aðganginn fljótlega eftir að hann var stofnaður í ágúst í fyrra. Í kjölfarið sendi hún og vinir hennar póst á stjórnendur Einkamáls og létu vita að einhver væri að nota mynd af Telmu án hennar samþykki. Það var svo á föstudaginn í síðustu viku sem Telmu var bent á að nýr aðgangur hefði verið stofnaður, þar sem aftur var notuð mynd af henni.
„Í fyrra skiptið sendum við póst en núna ætla ég að láta rekja þetta og kæra viðkomandi. Ég ætla ekki að sætta við þetta,“ segir Telma.
Á fyrri aðganginum, sem birtist í ágúst á síðasta ári undir notendanafninu „heitastelpan92,“ segist viðkomandi aðili vera 23 ára stúlka sem býr í Kópavogi. Þar er listi yfir áhugamálum auk þess sem einstaklingurinn lýsir útliti sínu.
Þá greinir heitastelpan92 einnig frá því að hún hafi átt í ofbeldisfullu sambandi og sé opin fyrir að kynnast fólki af báðum kynjum.
„Ég var að losna úr erfiðu sambandi. Þar sem hann til dæmis barði mig, nauðgaði mér og ýmislegt fleira,“ segir á aðganginum á Einkamál, þar sem mynd af Telmu er notuð.
Þá segir heitastelpan92 einnig að hún vilji ekki fá skilaboð frá karlmönnum eldri en 40 ára og biður aðra karlkynsnotendum um senda sér ekki myndir af getnaðarlimum þeirra.
„Það er mjög óþægilegt, að einhver setji svona fram og það er mynd af mér við textan,“ segir Telma.
Seinni aðgangurinn var stofnaður í síðustu viku. Sá er undir notendanafninu „sexystelpa92.“ Þar er mynd af Telmu og vinkonu hennar notuð og lýsingin nánast sú sama og var á fyrri aðganginum. Telma segist ekki hafa hugmynd um hver sé nota myndirnar af henni. Hún telur mjög líklegt að um sama aðila sé að ræða, þar sem textinn, og aðgangsnöfnin, er mjög svipaður.
Báðar myndirnar voru teknar af Facebook-síðu Telmu og því grunar hana að um vin hennar á Facebook sé að ræða.
„Þetta er mjög leiðinlegt mál en það þarf að stoppa þessa manneskju.“
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));
Jæææja, nú er þetta komið yfir strikiðÞetta er í annað skipti núna sem ég fæ ábendingu um að einhver óprúttinn aðili s…
Posted by Telma Fanney Magnúsdóttir on 19. febrúar 2016