Kurteis og frábær – Skrifar æðislegar bækur
Arna Bára Karlsdóttir Playboy fyrirsæta, er í löngu viðtali við DV í dag. Þar ræðir hún um lífið, módelstörfin, vinnuna og typpamyndasendingar sem hún hefur fengið nóg af. Hefur hún meðal annars brugðið á það ráð að láta kærustur þessara manna vita af hegðun þeirra, sjá nánar hér.
Arna Bára ræðir einnig um hvernig sé að vera á milli tannanna á fólki en segir neikvætt umtal hafa minnkað mikið. „Núna finn ég miklu jákvæðari strauma.“
Þá var Arna Bára spurð hvern hún myndi vilja sjá sem næsta forseta.
„Mér líst bara vel á Þorgrím Þráinsson, hann kom alltaf á ljósastofuna sem ég var að vinna á og var ótrúlega næs og með frábæra nærveru. Hann var svo kurteis og frábær og það geislaði svo af honum. Svo skrifar hann æðislegar bækur.“