fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Ragnhildur Steinunn: What do you need to do to f#$%& win this s&$#?

Það var blótað eins og í eftirpartýi á sjómannadeginum í forkeppni RÚV fyrir Eurovison í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. febrúar 2016 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var blótað eins og í eftirpartýi á sjómannadeginum í forkeppni RÚV fyrir Eurovison í gærkvöldi og hætt við að fjölmargir foreldrar hafi lagt hendur sínar yfir eyru barnanna þegar sænska tónlistarkonan Loreen sagði í viðtali við Ragnhildi Steinunni og Gunnu Dís að hún hefði sungið „fokkin“ berfætt í Eurovison.

Það kom þó líklega flestum foreldrum í opna skjöldu þegar Ragnhildur brá fyrir sig blótsyrðum sem ættu kannski best heima í Quentin Tarantino kvikmynd á milli blóðugra uppgjöra.

Þannig spurði Ragnhildur, sem er að öllu jöfnu álitin prúð og góð sjónvarpskona, söngkonuna mikilvægustu spurninguna, sem er; hvernig sigrar maður eiginlega Eurovison.

Ragnhildur orðaði spurninguna raunar aðeins öðruvísi.

„What do you need to do to fucking win this shit?“

Loreen var með svarið á reiðum höndum, þó foreldrar hafi líklega kviðið að heyra svarið. Sem var (í grófri þýðingu): „Þér verður bara að vera fokking sama um þessa keppni.“

Loreen bað raunar foreldra afsökunar á óhefluðu tungutaki sínu, þó eftir allt blótið.

Við þetta má bæta að það var Greta Salóme Stefánsdóttir sem sigraði í undankeppninni í gær með lag sitt, Raddirnar.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=65mUCORXipo?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir