Þjóðin hefur kosið eftir æsispennandi lokakeppni
Raddirnar, eða Hear them Calling, sigraði i undankeppni Eurovision á Íslandi og verður því framlag Íslands til keppninnar í ár. Það þýðir að söngvari og höfundur lagsins, Greta Salóme Stefánsdóttir fer í annað skiptið fyrir hönd landsins í keppnina. Hún söng áður með Jónsa í laginu Never forget.
Lögin Augnablik og Raddirnar komust í úrslit en dómnefndir kjördæmanna völdu aftur á móti Augnablik og Á ný áfram. Það vakti hinsvegar athygli að lagið Á ný, sem Elísabet Ormslev flutti, fékk aðeins um 5000 atkvæði áhorfenda á meðan Raddirnar fékk um 20 þúsund stig. Það nægði til þess að skjóta laginu upp í annað sætið. Þá fékk Augnablik 22 þúsund atkvæði í símakosningunni.
Nýtt fyrirkomulag var í keppninni nú, þegar kjördæmi með sérstökum dómnefndum vó á móti símkosningu. Tvö efstu lögin fóru svo áfram í hreint einvígi þar sem símakosninginn gilti ein og sér. Þjóðin hefur því kosið; Greta Salóme fer út.