fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Arnar Eggert segir Augnablik hæglega það besta í kvöld

Tónlistarsérfræðingur segir Augnablik besta lagið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. febrúar 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður og dagskrágerðarmaður og sérfræðingur í tónlist, telur besta lag söngvakeppninnar í kvöld vera lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttur og James Wong.

Þetta kemur fram á bloggi Arnars Eggerts sem skrifar litla umsögn um öll lögin í tilefni af úrslitakvöldi í undankeppni Ríkissjónvarpsins fyrir Eruovision. Framlag Íslendinga til söngvakeppninnar verður valið í kvöld og ef marka má blogg Arnars, þá eru fjölmargir lagahöfundar undir áhrifum frá hljómsveitinni Of Monsters and Man (OMAM).

Annar höfundur Augnabliks er enginn annar en Alma Guðmundsdóttir, sem var í hljómsveitinni Charlies, áður Nylon.

Arnar telur styrkleika lagsins fyrst og fremst í öflugum flutningi Öldu Dísar Arnardóttur.

Sjálfur skrifar Arnar:

„Alda er söngkona af Guðs náð og hún afgreiðir þessa smíð af mikilli list. Þetta er haganlega samið lag og módernískt, höfundar greinilega eldri en tvævetur í popplagabransanum sem er og raunin. Framvindan er áreynslulaus, Alda fylgir laglínunni snurðulaust og bakraddir styðja við á áhrifaríkan hátt. Versið er smekklegt og viðlagið punkturinn yfir i-ið einhvern veginn. Lagið er hæglega það besta sem er í boði hér, það hefur „gripið mig“ og gæti „gripið hvern sem er“ en við spyrjum að leikslokum. Það er allt mögulegt í Eurovision.“

Þá telja margir júróvisjón-nördar að lagið Raddirnar eftir Gretu Salóme Stefánsdóttur sigurstranglegt. Hún samdi og flutti lagið Raddirnar og segja sumir að atriðið sjálft, eins og það birtist í undankeppninni, sé nokkurskonar bræðingur af sigurlagi síðasta árs og svo Euphoria sem sigraði árið 2012.

Um lagið skrifar Arnar Eggert:

„Draumkennt upphaf sem svo snýst upp í taktvissa framvindu, ættbálkatrommur lúra undir en svo er blástur í viðlaginu og þessi hrópandi, klappandi samsöngur að hætti Of Monsters And Men sem er afar móðins nú um stundir.

Það er knýjandi kraftur í textanum; ótti, hræðsla og dularfullar raddir á sveimi. Lagið er vel samið upp á þessi drífandi einkenni, versin halda manni spenntum fyrir viðlagið sem svo springur út af krafti. Epíkin er þó ekki yfirdrifin, þetta er allt í smekklegu jafnvægi. OMAM í Eurovision-gír í raun, vel yfir meðallagi en sigrar þetta varla, ef ég á að leggja kaldan dóm á þetta.“

Eins og fyrr segir þá er lokakeppni um val á lagi til þess að senda út til Svíþjóðar haldin í kvöld, en þar munu einmitt Loreen, sem söng Euphoria stíga á svið, ásamt Söndru Kim, sem sigraði í Eurovision fyrir hönd Belga árið 1986.

Hér má skoða bloggið hans Arnars.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=1z1xKri2CAQ?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar