fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Edda Björgvins aftur skilin: Nýi makinn strangheiðarlegur bisnessmaður

Leiksýningin Eddan sýnd við miklar vinsældir – Segir framleiðanda ekki hafa staðið við launagreiðslur né greitt húsaleigu í Gamla Bíó

Auður Ösp
Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björgvinsdóttir leikkona stendur nú í sínum öðrum skilnaði á stuttum tíma. DV greindi á dögunum frá öðrum skilnaðaraunum sem Edda stóð í en hún greindi frá því að hún hygðist „skilja við tryggingafélag sitt vegna kaldhranalegra samskipta og ómannúðlegs viðhorfs í hennar garð. Í þetta sinn er Edda að skilja við framleiðanda sýningarinnar „Eddan“ sem sýnd hefur verið við góðan orðstír í Austurbæ undanfarna mánuði. Segir hún framleiðandann ekki hafa gert upp reikninga né greitt laun vegna sýningarinnar.

Í samtali við DV.is segir Edda að umræddur framleiðandi hafa tekið að sér framleiðslu sýningarinnar Eddunnar eftir að ákveðið var að setja hana upp í Gamla Bíó í byrjun árs 2015. Sýningin hefur átt miklilli velgengni að fagna og ítrekað verið sýnd fyrir fullu húsi en sýningarnar hafa nú verið færðar yfir í Austurbæ. Edda segir að illa hafi gengið að standa við gerða samninga. Hún segist vita til að lengi vel hafi framleiðandinn ekki greitt þeim sem komu að sýningunni laun á meðan sýningar stóðu yfir í Gamla Bíó. Ennþá séu launagreiðslur ógoldnar nú þegar sýningin er komin yfir í Austurbæ og forsvarsmenn hafa tekið yfir framleiðslu sýningarinnar.

Verkið er hugarfóstur Eddu og Bjarkar Jakobsdóttur leikkonu. „Þetta er leikverk sem ber mitt nafn,“ segir hún og tekur undir að „Eddan“ sé að vissu leyti hennar vörumerki. Því þyki henni þetta allt saman afar leitt.“ „Ég hef í sjálfu sér ekkert að gera með það hvernig samninga hann gerir við aðra en ég vona bara að þetta leysist allt sem fyrst.“

„Vona bara kæri fyrrverandi að þú hafir notið lífsins í suðrænni blíðu“

„Þessi litli kall var sem sagt framleiðandi hugverks sem ég átti þátt í að skapa ásamt öðrum listamönnum, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þessi fyrrum „maki“ réði mig sem sagt í vinnu ásamt hóp af öðrum sérfræðingum í sínu fagi – og steingleymdi svo að borga flestum sem hann gerði samninga við, launin sem þeim bar!“ segir Edda jafnframt í opinni færslu á Fésbókarsíðu sinni sem vakið hefur athygli.

„Hann gleymdi líka lengi vel að borga húsaleigu í Gamla bíói þar sem gjörningurinn var framinn,“ segir Edda jafnframt en tekur ekki fram nafn umrædds framleiðanda. Ekki er þó erfitt að leita uppi þær upplýsingar, en sá sem um ræðir er Þorsteinn Stephensen framleiðandi sem meðal annars hefur staðið fyrir tónleikahaldi hér á landi.

„Við listamennirnir, og lögfræðingurinn okkar minnum hann reglulega á að þegar maður ræður fólk í vinnu þá þarf maður að greiða því fólki umsamin laun. Jafnvel þó að það séu bara listamenn,“ segir Edda einnig og bætir við að hinn umræddi framleiðandi sé búinn að loka á hana sem og flesta hina listamenn sýningarinnar „í von um að vandinn hverfi,“ líkt og Edda orðar það sjálf.

Edda vandar þessum fyrrum framleiðanda sínum svo sannarlega ekki kveðjurnar. „Ég óska þess heitt og innilega að hann fái minnið til baka og geri snarlega upp við til dæmis búningakonuna elskulegu, miðasölukonuna góðu, videódrengina flinku, og fallega manninn sem gerði veggspjaldið – svo eitthvað sé nefnt. Skítt með það þó ein grínleikkona/handritshöfundur sitji á hakanum – hún er hvort sem er bara kjeddling með kjaft!. Vona bara kæri fyrrverandi að þú hafir notið lífsins í suðrænni blíðu á meðan við unnum af okkur rassgatið.“

Edda kveðst vera nú komin með nýjan „maka“ upp á arminn. „Nýji „makinn“ minn – framleiðandinn í Austurbænum er strangheiðarlegur bíssnissmaður og greiðir litlu listamönnunum launin sín! Hann mun líka njóta ávaxtanna því litla hugverkið er núna stórveldi. Heiðarleiki borgar sig,“ segir leikkonan ástsæla jafnframt í færslu sinni.

Ekki náðist í Þorstein við vinnslu fréttarinnar en í samtali við Vísi segir hann engin svik hafa verið í gangi og verið að sé að borga allar skuldir niður. „Þetta verkefni gekk ekki nægilega vel. Ég hef verið að greiða það sem útaf stóð hægt og rólega eftir bestu getu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir