fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Þórunn: „Ég hef alveg líka fengið mjög ljótar vörur sem ég hef þurft að segja nei við“

Heldur úti vinsælu lífstílsbloggi- Fyrirtæki senda vörur í von um umfjöllun

Auður Ösp
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk þarf líka að meta, ekki bara kaupa allt sem ég segi, þú þarft að hugsa þetta út frá sjálfum sér,“ segir Þórunn Ívarsdóttir en hún ein af þeim af sem halda úti svokölluðu lífstílsbloggi. Slík blogg hafa haslað sér völl undanfarin misseri en aðilar sem halda úti slíkum vefsíðum fá meðal annars sendar vörur frá fyrirtækjum sem vonast til að fá umfjöllun.

Lífstílsblogg hafa ekki verið undaskilin gagnrýni en meðal annars hafa vaknað upp spurningar um trúverðugleika þeirra umfjallana sem þar birtast. Vaknað hafa upp spurningar um hvort umræddar umfjallanir séu aðkeyptar og endurspegli þar af leiðandi ekki alltaf persónulegt og hreinskilið álit bloggarans.

Rætt er við Þórunni í Kastljósi í kvöld ásamt Línu Birgittu Camillu sem einnig heldur úti vinsælu lífstílsbloggi. „Það er mjög auðvelt í dag og ódýrt fyrir fyrirtæki að auglýsa í gegnum bloggara. Við fáum sendar vörur, stundum sýnishorn en yfirleitt vörur og sumir fá pening, það er misjafnt eftir því hvað er í gangi,“ segir Lína Birgitta Camilla.

„Fólk ger­ir sér í raun­inni ekki grein fyr­ir því hvað við blogg­ar­ar fáum mikið af drasli , fyr­ir­gefðu, dóti eða vör­um sent til þess að prófa. Snyrti­vör­ur, fatnaður, gjafa­bréf bara name it, hár­vör­ur mikið líka. Það er bara allt frá sokk­um uppí lins­ur í aug­un,“ seg­ir Lína Birgitta Camilla jafnframt.

Þá segir Þórunn mikilvægt að fólk girnist ekki til að kaupa hvað sem er. „Ég hef alveg líka fengið mjög ljótar vörur sem ég hef þurft að segja nei við. Og þá segi ég bara nei.“

Hægt er að sjá viðtalið við þær Línu og Þórunni í Kastljósi sem sýndur er á Rúv í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir